Enski boltinn

Sjáðu öll tíu mörk gærkvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn City fagna í gær.
Leikmenn City fagna í gær. Vísir/Getty
Þrír fjörugir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en samantekt úr þeim öllum má sjá á sjónvarpsvef Vísis.

Manchester City styrkti stöðu sína í titilbaráttunni með 3-0 sigri á grönnum sínum og erkifjendum í Manchester United, sem fyrir vikið fjarlægðist enn baráttuna um Meistaradeildarsætið.

Efstu fjögur lið deildarinnar fá þátttökurétt í Meistaradeildinni en sem stendur er United sjö stigum á eftir Arsenal, sem er í umræddu fjórða sæti.

Arsneal tapaði þó stigum í gær en liðið gerði 2-2 jafntefli við Swansea á heimavelli sínu.

Everton færði sér það í nyt með því að vinna Newcastla á útivelli, 3-0, en liðið komst þar með upp fyrir Tottenham og er nú sex stigum á eftir Arsenal í fimmta sætinu - en á leik til góða.


Tengdar fréttir

Manchester er ljósblá í ár

Man. City komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sannfærandi 0-3 sigur á nágrönnum sínum í Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×