Enski boltinn

Sjálfsmark Flamini kostaði Arsenal tvö stig

Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Getty
Arsenal stimplaði sig út í toppbaráttu ensku deildarinnar í kvöld er liðið varð að sætta sig við jafntefli, 2-2, á heimavelli gegn Swansea.

Gestirnir byrjuðu leikinn með miklum látum og framherjinn stæðilegi, Wilfried Bony, kom þeim yfir snemma leiks. Markið var glæsilegt. Hörkuskalli í teignum.

Þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks þá jafnaði Þjóðverjinn Lukas Podolski metin með skoti í teignum eftir fína sókn.

Markið kveikti heldur betur í heimamönnum því Frakkinn Olivier Giroud kom þeim svo yfir örskömmu síðar. Podolski með frábæra sendingu í teiginn og eftirleikurinna auðveldur fyrir Giroud.

Það benti flest til þess að Arsenal væri að tryggja sér þrjú stig er áfallið dundi yfir. Mathieu Flamini varð þá fyrir því áfalli að skora sjálfsmark.

Afar skrautlegt sjálfsmark. Mertesacker potaði boltanum í markvörðinn, þaðan skaust hann af stuttu færi í Flamini og í markið. Ekkert sem Flamini gat gert.

Arsenal því í fjórða sæti sem fyrr og líklega búið að missa af lestinni í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Tveir aðrir leikir fór fram í enska boltanum í kvöld. Everton vann 0-3 sigur á Newcastle. Ross Barkley, Romelu Lukaku og Leon Osman á skotskónum fýrir þá bláklæddu.

Man. City vann einnig 0-3 sigur á Man. Utd. Edin Dzeko með tvö mörk og Yaya Toure eitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×