Hin heimsfræga tónlistarhátíð Lollapalooza í Chicago í Illinois fylki í Bandaríkjunum fer fram fyrstu helgina í ágúst.
Mörgum sögum hefur farið af því hverjir koma fram á hátíðinni í ár, en í morgun birtu aðstandendur hátíðarinnar lista yfir þá sem koma fram.
Aðalnúmerin á hátíðinni verða Eminem, Outkast-menn sem koma saman á nýjan leik, Kings of Leon, Arctic Monkeys, Skrillex og Calvin Harris.
Búast má við fleiri stórum nöfnum, á borð við Lorde, the Avett Brothers, Foster The People, Childish Gambino, Lykke Li, Chance The Rapper, Nas, Cut Copy, CHVRCHES, Spoon og fleiri.
Almenn miðasala hófst í gærmorgun og þegar er uppselt á hátíðina, en dagskránna í heild sinni má sjá hér.
Þessir koma fram á Lollapalooza í ár
