Tónlist

72 tímar af dagsbirtu

Friðrik Ólafsson
Friðrik Ólafsson Vísir
„Ef þú ert einn af þeim sem fer á tónlistarhátíðir og langar ekki að sofa á meðan á hátíðinni stendur, þá þarftu ekki að leita lengra. Fyrsta Secret Solstice þriggja-daga-helgin verður haldin í sumar í Reykjavík. 72 klukkutímar af dagsbirtu,“ segir í grein fríblaðsins Metro í dag, en blaðið hefur mikla dreifingu í Bretlandi.

Friðrik Ólafsson, sem er í greininni kallaður Fred Olafsson, er einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar. Hann segir að hann hafi verið að vinna með hljómsveit sem kom fram á Íslandi í fyrra þegar hugmyndin kom til. 

„Við vorum ennþá úti klukkan 2 um nóttina. Allt í einu fór ég að hugsa hvernig stæði á því að enginn hafi sett upp tónlistarhátíð þar sem fólk gæti notið þess að það væri birta allan sólarhringinn.“

Um 150 tónlistaratriði koma fram á hátíðinni, en meðal þeirra sem koma fram eru stór nöfn á borð við Massive Attack, Woodkid, Carl Craig og Kerri Chandler.


Tengdar fréttir

Vill bara rauð M&M

Plötusnúðurinn Carl Craig mun koma fram á tónlistahátíðinni Secret Solstice í sumar en hann er einn af fjölmörgum þekktum erlendum plötusnúðum sem koma fram á hátíðinni.

„Gáfum aldrei út dánartilkynningu“

Hljómsveitin Maus hefur snúið aftur og ætlar að vera virk þetta árið. Sveitin er bókuð á þrjár tónleikahátíðir á árinu en er þó ekki viss um hvort ný plata sé væntanleg.

Ný tónlistarhátíð í Laugardalnum í sumar

Ný tónlistarhátíð verður haldin í Laugardalnum í júní. Breska hljómsveitin Massive Attack verður aðalatriðið á hátíðinni, en skipuleggjendur gera ráð fyrir að yfir þrjú þúsund erlendum tónleikagestum hingað til lands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×