Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2014 17:04 Tríóið FLEY. Egill Benedikt, píanisti lengst til hægri, er prófessor og hefur sem slíkum verið bannað af Háskóla Íslands að spila á skemmtiferðaskipum. Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við jazzpíanóleik og kemur meðal annars fram nú um helgina með FLEY-tríóinu sem heldur tónleika í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík nú á sunnudaginn klukkan 16:30. Meðlimir ásamt Agli eru Gunnar Hrafnsson bassi og Kjartan Guðnason, trommur. Tónleikarnir bera yfirskriftina: “Fram á FLEY-iferð”. Jazztríóið FLEY hefur leikið saman á sjó og landi, meðal annars um nokkurra vikna skeið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Egill segist segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig í smáatriðum um málið, né hver skrifar undir bréfið. „En, ég er með bréf í höndum frá yfirmönnum háskólans þar sem mér er bannað að stunda píanóleik í atvinnuskyni þar sem það samræmist ekki stöðu minni sem prófessors. Bann þetta er um ótiltekinn tíma, óháð stað og stund. Ég má líklega spila á landi. Það er ekki tiltekið sérstaklega,“ segir Egill. Egill Benedikt segir ekki mjög langt um liðið síðan honum barst þetta bréf. „Ég er að leita ráða hjá mínum lögfræðingi og vil kannski ekki tjá mig um þetta að sinni en ég get sagt að þetta er á vegum rektors. Bað um leyfi til að spila og fékk þá þetta bann. Það var fulltrúi á vegum rektors. Meira get ég ekki sagt að sinni,“ segir Egill sem telur þetta bréf og þetta bann ekki ná nokkurri átt. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við jazzpíanóleik og kemur meðal annars fram nú um helgina með FLEY-tríóinu sem heldur tónleika í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík nú á sunnudaginn klukkan 16:30. Meðlimir ásamt Agli eru Gunnar Hrafnsson bassi og Kjartan Guðnason, trommur. Tónleikarnir bera yfirskriftina: “Fram á FLEY-iferð”. Jazztríóið FLEY hefur leikið saman á sjó og landi, meðal annars um nokkurra vikna skeið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Egill segist segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig í smáatriðum um málið, né hver skrifar undir bréfið. „En, ég er með bréf í höndum frá yfirmönnum háskólans þar sem mér er bannað að stunda píanóleik í atvinnuskyni þar sem það samræmist ekki stöðu minni sem prófessors. Bann þetta er um ótiltekinn tíma, óháð stað og stund. Ég má líklega spila á landi. Það er ekki tiltekið sérstaklega,“ segir Egill. Egill Benedikt segir ekki mjög langt um liðið síðan honum barst þetta bréf. „Ég er að leita ráða hjá mínum lögfræðingi og vil kannski ekki tjá mig um þetta að sinni en ég get sagt að þetta er á vegum rektors. Bað um leyfi til að spila og fékk þá þetta bann. Það var fulltrúi á vegum rektors. Meira get ég ekki sagt að sinni,“ segir Egill sem telur þetta bréf og þetta bann ekki ná nokkurri átt.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira