Enski boltinn

Rooney tilbúinn að verða fyrirliði Man. Utd og Englands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney með núverandi fyrirliða enska landsliðsins, Steven Gerrard, fyrir aftan sig.
Wayne Rooney með núverandi fyrirliða enska landsliðsins, Steven Gerrard, fyrir aftan sig. Vísir/Getty
Wayne Rooney er talinn líklegur til að taka við fyrirliðabandinu af NemanjaVidic þegar Serbinn heldur til Ítalíu í sumar en hann er búinn að semja við Inter.

Þá er spurning hvað verður með fyrirliðastöðuna hjá enska landsliðinu eftir heimsmeistaramótið í Brasilíu í sumar en óvíst er hvort StevenGerrard haldi áfram að spila með landsliðinu.

„Ég hef verið fyrirliði United nokkrum sinnum. Ef stjórinn vill fá mig sem fyrirliða hef ég ekkert á móti því. Ég myndi grípa tækifærið með báðum höndum,“ segir Wayne Rooney í viðtali við tímarit Manchester United.

Aðspurður um fyrirliðastöðuna hjá enska landsliðinu segir hann: „Maður veit ekki hvað Steven gerir í sumar. Það veit hann einn. Það yrði mikill heiður að verða fyrirliði míns lands en það er stjórinn sem ræður því og vissulega koma nokkrir til greina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×