Enski boltinn

Messan: Hefði skilið þetta í 7. flokki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Við óskum honum innilega til hamingju með daginn hvort sem hann eigi afmæli eða ekki en hann er ofboðslega seigur fyrir þetta lið,“ sagði HjörvarHafliðason um Samuel Eto'o, framherja Chelsea, í Messunni á mánudagskvöldið.

Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og BjarniGuðjónsson ræddu leik Chelsea og Tottenham sem Chelsea vann, 4-0, og náði sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.

Gummi var ekki ánægður með miðvörðinn YounesKaboul sem ákvað að byrja reima skóna á meðan boltinn var ennþá á vallarhelmingi Tottenham.

„Ég hefði skilið þetta í 7. flokki. Boltinn er nýfarinn út úr svæðinu og þá fer hann að reima í rólegheitum,“ sagði hann.

Einnig var farið yfir raða spjaldið sem Younes Kaboul fékk en Tottenham áfrýjaði dómnum.

Allt spjallið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×