Verkfall hefði afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2014 13:26 Aðeins tveir kennsludagar eftir áður en verkfall framhaldsskólakennara skellur á ef ekki nást samningar fyrir næst komandi mánudag. Nám þúsunda framhaldsskólanema í uppnámi. vísir/páll bergmann Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Kennaraverkfall Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Nám þúsunda framhaldsskólanema fer í uppnám verði af verkfalli framhaldsskólakennara sem hefst á mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Skólameistari Menntaskóalns við Hamrahlíð segir verkföll alltaf hafa slæm áhrif á nemendur. Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og ríkisins hafa fundað á hverjum degi að undanförnu í húsakynnum Ríkissáttasemjara, en aðeins tveir kennsludagar eru eftir ef verkfall hefst á mánudag.Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð segir um 1.200 nemendur stunda þar nám í dagskóla en auk þess séu á annað hundrað nemendur í öldungadeild og einhver hópur úr öðrum skólum sem nemi norsku og sænsku í Hamrahlíðinni. „Ég kallaði á sal snemma í febrúar til að upplýsa um hvernig leikreglurnar væru vegna þess að þá var hugsanlegt verkfall í hámæli,“ segir Lárus. Ekki sé hægt að slá verkfalli föstu fyrr en menn standi frami fyrir því og eflaust verði allt reynt til að ná samningum fyrir þann tíma. „Ef til kæmi er náttúrlega númer eitt að halda því striki sem hægt er að halda. Nemendur búi í haginn fyrir sig að því leiti sem þeir eru færir um án kennara og skólinn verður auðvitað opinn fyrir nemendur. Bókasafnið verður opið,“ segir Lárus. Dæmin frá fyrri tíð sýna að kennaraverkföll geta verið löng hefjist þau á annað borð. Þannig stóð síðasta verkfall framhaldsskólakennara fyrir 14 árum yfir í átta vikur.Óttastu að eftirheimtur verði ekki góðar að loknu verkfalli ef að verður?„Maður veit að verkfall í einhverjar vikur í fleirtölu hefur afar slæmar afleiðingar fyrir nemendur. Það er bara þannig,“ segir skólameistarinn. Óvíst er hvort komið verður til móts við nemendur með hraðari kennslu, seinkun prófa og svo framvegis, standi verkfall vikum saman. Lárus segir það hafa orðið niðurstöðuna að loknum fyrri kjaradeilum kennara en þá hafi verið samið um það við samningaborðið. „Þegar farið er útfyrir þetta hefðbundna skólaár þá getur hver skóli ekki ákveðið þetta upp á sitt einsdæmi ef ekki hefur verið gengið frá því við samningaborðið. Það hefur ævinlega verið þannig,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Kennaraverkfall Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent