Enski boltinn

Vilji fyrir því hjá Man. Utd að reka David Moyes

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Moyes gengur ekkert hjá Manchester United.
David Moyes gengur ekkert hjá Manchester United. Vísir/Daníel
Staða Davids Moyes, knattspyrnustjóra Manchester United, er ekki lengur örugg samkvæmt heimildum ESPN en fram kemur í frétt þar að hluti stjórnar félagsins hafi snúist gegn Skotanum.

Glazer-fjölskyldan, sem á Manchester United, er nú sögð opin fyrir þeim möguleika að skipta um knattspyrnustjóra en næstu vikur gætu ráðið til um framtíð hans.

Manchester United mætir Olympiacos í Meistaradeildinni þar sem liðið er 2-0 undir eftir fyrri leikinn og eftir það taka við leikir gegn West Ham og Manchester City í deildinni.

Það myndi styrkja stöðu Davids Moyes verulega að komast áfram í Meistaradeildinni en Glazer-fjölskyldan er sögð vera orðin verulega stressuð vegna gengi liðsins í síðustu leikjum. Sumir stjórnarmenn vilja nú opinberlega skipta um stjóra.

Heimildir ESPN innan Old Trafford herma einnig að Sir Alex Ferguson, sá er fékk Moyes til starfa sem eftirmann sinn, sé ekki jafnhávær í stuðningi sínum við Moyes lengur. Hann er hefur þó ekki alfarið snúist gegn Moyes og það sama gildir um Sir Bobby Charlton.

Manchester United er fyrir löngu búið að átta sig á því að liðið kemst ekki í Meistaradeildina og er búið að gera ráðstafanir fyrir næsta tímabil. Það vill aftur á móti ekki eyðileggja vörumerkið sem er Manchester United frekar.

Heimildir ESPN herma einnig að Hollendingurinn Louis van Gaal hafi áhuga á að taka við United í sumar. Hann hefur verið sterklega orðaður við Tottenham og átti að taka við liðinu eftir HM en nú er það í uppnámi.


Tengdar fréttir

Moyes þakkar fyrir stuðninginn

David Moyes, stjóri Man. Utd, er nánast orðinn ráðþrota í viðleitni sinni að snúa gengi Man. Utd við en liðið hefur ekki tekið neinum framförum undir hans stjórn í vetur.

Eitt skot United á rammann

Manchester United var yfirspilað í leiknum gegn Liverpool í dag og átti aðeins eitt skot á markið í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×