Enski boltinn

Moyes þakkar fyrir stuðninginn

David Moyes.
David Moyes. vísir/getty
David Moyes, stjóri Man. Utd, er nánast orðinn ráðþrota í viðleitni sinni að snúa gengi Man. Utd við en liðið hefur ekki tekið neinum framförum undir hans stjórn í vetur.

Stjórinn hefur nú skrifað opið bréf til stuðningsmanna félagsins þar sem hann þakkar þeim fyrir stuðninginn á tímabili sem hefur verið erfiðara en hann óraði fyrir.

Það er of langt mál að telja upp öll þau neikvæðu met sem Moyes hefur slegið með liðinu í vetur en ljóst er að mörg þeirra munu standa lengi.

"Ég vissi alltaf að það væri mikil áskorun að taka við þessu starfi en ég sá aldrei fyrir að tímabilið yrði eins erfitt og raunin er. Ég er viss um að sama á við um ykkur stuðningsmenn. Leyfið mér að fullvissa ykkur um að allir vilja bæta ykkur upp fyrir þetta tímabil," sagði Moyes í bréfinu.

"Þið hafið vanist því að sjá liðið ykkar ná árangri og stuðningurinn sem ég og liðið hef fengið í vetur hefur verið ótrúlegur. Alltaf frábær stuðningur á Old Trafford og á útivelli eru stuðningsmenn Man. Utd þeir bestu.

"Það er alltaf auðveldara að styðja við bakið á liðinu þegar vel gengur en hollusta ykkar hefur verið ótrúleg í vetur.

"Allt sem við höfum gengið í gegnum í vetur mun styrkja okkur í framtíðinni. Við munum sjá Man. Utd tefla fram sigurliði á nýjan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×