McGuinness þekkir stöðu Moyes: Tók við af Sir Matt Busby Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. mars 2014 12:15 Wilf McGuinness ræðir við George Best á æfingu Manchester United. Vísir/Getty Það er einn maður sem veit nákvæmlega hvernig DavidMoyes, knattspyrnustjóra Manchester United, líður. Það er einn maður sem gekk í gegnum nákvæmlega sama hlut: Að taka við Manchester United af goðsagnakenndum knattspyrnustjóra. David Moyes tók við af Sir Alex Ferguson í sumar og getur í kvöld kórónað ömurlegt tímabil falli liðið út úr Meistaradeildinni. Það yrði þá formlega versta tímabil Manchester United í 25 ár. Ferguson er sigursælasti stjórinn í sögu Manchester United. Hann var lengst við störf og vann flesta titla en Sir Matt Busby, sá er stýrði liðinu frá 1945-69, er ekki minni goðsögn hjá félaginu. Busby vann ensku deildina fimm sinnum, bikarinn tvívegis og Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, aðeins tíu árum eftir að stór hluti United-liðsins fórst í flugslysinu í München.Sir Matt Busby er goðsögn hjá Manchester United.Vísir/GettyÞegar Busby lét af störfum voru miklar vangaveltur um hver ætti að taka við liðinu. Hann gerði þó það sama og Ferguson og valdi eftirmann sinn. Það var hinn 31 árs gamli Wilf McGuinness sem var í þjálfaraliði Busbys. „Matt Busby kallaði mig inn á skrifstofu til sín og sagði: „Wilf, ég er að hætta og þú átt að verða næsti stjóri Manchester United.“ Ég átti ekki orð og var auðvitað í skýjunum,“ rifjar Wilf McGuinness í skemmtilegu viðtali við fréttavef BBC. McGuinness upplifði það sama og Moyes, það er ekkert auðvelt að taka við af goðsögn. Hann stýrði liðinu aðeins í 19 mánuði, vann ekki titil og tapaði þremur undanúrslitaleikjum í bikarkeppnum. „Okkur gekk ekki nógu vel og þegar þannig er í pottinn búið þá kvartar fólk. Ef maður vinnur bikara er maður hetja en ef það tekst ekki ertu ekki hetja. Ég vann ekki nógu mikið,“ segir McGuinness.Wilf McGuinnes á hliðarlínunni 1969.Vísir/DaníelFerguson gerðist stjórnarmaður hjá Manchester United eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri liðsins og Matt Busby fór svipaða leið. Hann gerðist framkvæmdastjóri félagsins en McGuinness var ánægður með að hafa hann yfir sér. „Það var frábært að hafa þann þarna til að hjálpa mér,“ segir hann. Árangurinn lét á sér standa og á endanum var McGuinness rekinn af manninum sem hafði ráðið hann til starfa 19 mánuðum áður. Sir Matt Busby kallaði eftirmann sinn aftur inn á skrifstofu til sín. „Hann sagði: „Mér þykir þetta leitt, Wilf. Þú getur fengið gamla starfið þitt aftur en ég ætla taka við Manchester United þar til við finnum nýjan stjóra.“ Ég brotnaði niður. Mér fannst ég verða yfirgefa félagið og það gerði ég. Mér leið illa,“ segir McGuinness.Wilf McGuinnes stýrir æfingu.Vísir/GettyÞar sem enginn þekkir stöðu Moyes betur en McGuinness var hann spurður hvort það væri hreint ógerlegt að taka við af goðsögn í lifanda lífi. „Það er ekki ómögulegt en það var allavega mjög erfitt að taka við af hinum merka Matt Busby sem stjóri,“ segir hann. Eru skórnir hans Ferguson þá of stórir fyrir Moyes fyrst Ferguson er nú enn sigursælli en Busby þegar litið er á fjölda titla? „Þeir eru ekki of stórir,“ segir McGuinness en hvaða ráð getur hann gefið Skotanum? „Vertu þú sjálfur. Þá geturðu bara kennt þér sjálfum um ef hlutirnir ganga ekki upp.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Moyes verður rekinn komist United ekki áfram Skotinn verður rekinn frá Manchester United á fimmtudag eða föstudag takist honum ekki að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. 18. mars 2014 15:30 Allt undir hjá Moyes og United Manchester United þarf að vinna gríska liðið Olympiakos 3-0 í Meistaradeildinni í kvöld ætli það að komast áfram í keppninni. Eðlilega er mikill órói í herbúðum United og er framtíð stjórans líklega í húfi í kvöld. 19. mars 2014 06:30 Messan: Niðurlægjandi stund fyrir Manchester United Liverpool er einfaldlega með betra lið en Englandsmeistarar Manchester United. Breytingin er ótrúleg á Liverpool-liðinu á milli ára. 18. mars 2014 13:15 Vilji fyrir því hjá Man. Utd að reka David Moyes Stjórnarmenn snúast gegn Skotanum eftir dapurt gengi á tímabilinu en framtíð hans gæti ráðist í næstu leikjum. 18. mars 2014 10:00 Heldur United upp á 30 ára afmæli sigursins á Maradona og félögum? Manchester United spilar gríðarlega mikilvægan leik í Meistaradeildinni í kvöld þegar gríska liðið Olympiacos mætir á Old Trafford með 2-0 forystu í farteskinu eftir sigurinn í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 19. mars 2014 09:00 Tíu ár þar til United vinnur titilinn aftur Endurbyggingin á Old Trafford gæti tekið sinn tíma að mati fyrrverandi landsliðsmanns Englands í knattspyrnu. 17. mars 2014 12:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Það er einn maður sem veit nákvæmlega hvernig DavidMoyes, knattspyrnustjóra Manchester United, líður. Það er einn maður sem gekk í gegnum nákvæmlega sama hlut: Að taka við Manchester United af goðsagnakenndum knattspyrnustjóra. David Moyes tók við af Sir Alex Ferguson í sumar og getur í kvöld kórónað ömurlegt tímabil falli liðið út úr Meistaradeildinni. Það yrði þá formlega versta tímabil Manchester United í 25 ár. Ferguson er sigursælasti stjórinn í sögu Manchester United. Hann var lengst við störf og vann flesta titla en Sir Matt Busby, sá er stýrði liðinu frá 1945-69, er ekki minni goðsögn hjá félaginu. Busby vann ensku deildina fimm sinnum, bikarinn tvívegis og Evrópukeppni meistaraliða árið 1968, aðeins tíu árum eftir að stór hluti United-liðsins fórst í flugslysinu í München.Sir Matt Busby er goðsögn hjá Manchester United.Vísir/GettyÞegar Busby lét af störfum voru miklar vangaveltur um hver ætti að taka við liðinu. Hann gerði þó það sama og Ferguson og valdi eftirmann sinn. Það var hinn 31 árs gamli Wilf McGuinness sem var í þjálfaraliði Busbys. „Matt Busby kallaði mig inn á skrifstofu til sín og sagði: „Wilf, ég er að hætta og þú átt að verða næsti stjóri Manchester United.“ Ég átti ekki orð og var auðvitað í skýjunum,“ rifjar Wilf McGuinness í skemmtilegu viðtali við fréttavef BBC. McGuinness upplifði það sama og Moyes, það er ekkert auðvelt að taka við af goðsögn. Hann stýrði liðinu aðeins í 19 mánuði, vann ekki titil og tapaði þremur undanúrslitaleikjum í bikarkeppnum. „Okkur gekk ekki nógu vel og þegar þannig er í pottinn búið þá kvartar fólk. Ef maður vinnur bikara er maður hetja en ef það tekst ekki ertu ekki hetja. Ég vann ekki nógu mikið,“ segir McGuinness.Wilf McGuinnes á hliðarlínunni 1969.Vísir/DaníelFerguson gerðist stjórnarmaður hjá Manchester United eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri liðsins og Matt Busby fór svipaða leið. Hann gerðist framkvæmdastjóri félagsins en McGuinness var ánægður með að hafa hann yfir sér. „Það var frábært að hafa þann þarna til að hjálpa mér,“ segir hann. Árangurinn lét á sér standa og á endanum var McGuinness rekinn af manninum sem hafði ráðið hann til starfa 19 mánuðum áður. Sir Matt Busby kallaði eftirmann sinn aftur inn á skrifstofu til sín. „Hann sagði: „Mér þykir þetta leitt, Wilf. Þú getur fengið gamla starfið þitt aftur en ég ætla taka við Manchester United þar til við finnum nýjan stjóra.“ Ég brotnaði niður. Mér fannst ég verða yfirgefa félagið og það gerði ég. Mér leið illa,“ segir McGuinness.Wilf McGuinnes stýrir æfingu.Vísir/GettyÞar sem enginn þekkir stöðu Moyes betur en McGuinness var hann spurður hvort það væri hreint ógerlegt að taka við af goðsögn í lifanda lífi. „Það er ekki ómögulegt en það var allavega mjög erfitt að taka við af hinum merka Matt Busby sem stjóri,“ segir hann. Eru skórnir hans Ferguson þá of stórir fyrir Moyes fyrst Ferguson er nú enn sigursælli en Busby þegar litið er á fjölda titla? „Þeir eru ekki of stórir,“ segir McGuinness en hvaða ráð getur hann gefið Skotanum? „Vertu þú sjálfur. Þá geturðu bara kennt þér sjálfum um ef hlutirnir ganga ekki upp.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Moyes verður rekinn komist United ekki áfram Skotinn verður rekinn frá Manchester United á fimmtudag eða föstudag takist honum ekki að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. 18. mars 2014 15:30 Allt undir hjá Moyes og United Manchester United þarf að vinna gríska liðið Olympiakos 3-0 í Meistaradeildinni í kvöld ætli það að komast áfram í keppninni. Eðlilega er mikill órói í herbúðum United og er framtíð stjórans líklega í húfi í kvöld. 19. mars 2014 06:30 Messan: Niðurlægjandi stund fyrir Manchester United Liverpool er einfaldlega með betra lið en Englandsmeistarar Manchester United. Breytingin er ótrúleg á Liverpool-liðinu á milli ára. 18. mars 2014 13:15 Vilji fyrir því hjá Man. Utd að reka David Moyes Stjórnarmenn snúast gegn Skotanum eftir dapurt gengi á tímabilinu en framtíð hans gæti ráðist í næstu leikjum. 18. mars 2014 10:00 Heldur United upp á 30 ára afmæli sigursins á Maradona og félögum? Manchester United spilar gríðarlega mikilvægan leik í Meistaradeildinni í kvöld þegar gríska liðið Olympiacos mætir á Old Trafford með 2-0 forystu í farteskinu eftir sigurinn í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 19. mars 2014 09:00 Tíu ár þar til United vinnur titilinn aftur Endurbyggingin á Old Trafford gæti tekið sinn tíma að mati fyrrverandi landsliðsmanns Englands í knattspyrnu. 17. mars 2014 12:45 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Messan: Moyes verður rekinn komist United ekki áfram Skotinn verður rekinn frá Manchester United á fimmtudag eða föstudag takist honum ekki að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. 18. mars 2014 15:30
Allt undir hjá Moyes og United Manchester United þarf að vinna gríska liðið Olympiakos 3-0 í Meistaradeildinni í kvöld ætli það að komast áfram í keppninni. Eðlilega er mikill órói í herbúðum United og er framtíð stjórans líklega í húfi í kvöld. 19. mars 2014 06:30
Messan: Niðurlægjandi stund fyrir Manchester United Liverpool er einfaldlega með betra lið en Englandsmeistarar Manchester United. Breytingin er ótrúleg á Liverpool-liðinu á milli ára. 18. mars 2014 13:15
Vilji fyrir því hjá Man. Utd að reka David Moyes Stjórnarmenn snúast gegn Skotanum eftir dapurt gengi á tímabilinu en framtíð hans gæti ráðist í næstu leikjum. 18. mars 2014 10:00
Heldur United upp á 30 ára afmæli sigursins á Maradona og félögum? Manchester United spilar gríðarlega mikilvægan leik í Meistaradeildinni í kvöld þegar gríska liðið Olympiacos mætir á Old Trafford með 2-0 forystu í farteskinu eftir sigurinn í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 19. mars 2014 09:00
Tíu ár þar til United vinnur titilinn aftur Endurbyggingin á Old Trafford gæti tekið sinn tíma að mati fyrrverandi landsliðsmanns Englands í knattspyrnu. 17. mars 2014 12:45