Lífið

Þátturinn tileinkaður Justin Timberlake

„Þátturinn á morgun verður tileinkaður Justin Timberlake og tónleikunum hans frá a til ö. Við skoðum það sem Justin hefur verið að gera frá ýmsum hliðum, ætlum að leggja til nokkur góð atriði til þess að hita upp fyrir hann í Kórnum í ágúst ásamt því að við tökum þennan mikla meistara í skype viðtal,“ segir Friðrik Dór Jónsson stjórnandi þáttarins Þriðjudagskvöld með Frikka Dór sem er á dagskrá á þriðjudagskvöldum áStöð 3 klukkan 21:10.

„Við drögum líka út einn heppinn áhorfanda til þess að kíkja við hjá okkur og taka lag með Justin í „Killer Kareoke“, en „Killer Kareoke“ gengur út á að við gefum viðkomandi reglulega rafstuð á meðan hann syngur. Útkoman úr því ætti að verða nokkuð hressandi.“

„Eins erum við búnir að vera með JT „coverlaga“ keppni á netinu yfir helgina og höfum fengið send nokkur mjög flott innlegg í þá keppni. Við Ási veljum síðan sigurvegarann í þeirri keppni og hann eða hún kemur einnig í þáttinn og flytur sigurlagið fyrir okkur,“ útskýrir hann.

„Að lokum ætlar Jón Jónsson tónlistarmaður, Talent dómari, bróðir minn og JT aðdáandi að koma ásamt sinni frábæru hljómsveit og taka eitthvað geggjað tónlistar atriði tileinkað JT.  Það ætti því að vera nóg um að vera fyrir Justin Timberlake aðdáendur þessa lands og líka bara þá sem hafa gaman af skemmtilegu sjónvarpsefni,“ segir hann að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×