Innlent

Grétu meðan þeir börðu Hallbjörn

Hallbjörn Hjartarson krefst tveggja milljóna króna í skaðabætur.
Hallbjörn Hjartarson krefst tveggja milljóna króna í skaðabætur.
Átján og nítján ára piltar báru fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra í dag að gróf árás á Hallbjörn Hjartarson veitingamann og kántrísöngvara á Skagaströnd, hafi tengst kynferðisbroti Hallbjörns gegn þeim. RÚV greinir frá aðalmeðferðinni og vitnaleiðslum.

Seint í febrúar ræddu þeir kynferðisbrot Hallbjarnar en báðir hafa þeir verið misnotaðir af honum. Þeir voru ölvaðir, æstir og fóru heim til Hallbjarnar og brutust þar inn. Þangað komnir réðust þeir á Hallbjörn með höggum og spörkum. Drengirnir segja að allt hafi farið úr böndum og þegar þeir gengu á Hallbjörn og hann gekkst við verknaði sínum reiddust þeir enn. Drengirnir sögðust hafa orðið sorgmæddir jafnframt og grétu báðir meðan á árásinni stóð. Þá hringdu þeir í móður annars þeirra sem jafnframt er dóttir Hallbjarnar.

Verjandi Hallbjarnar krefst refsingar yfir drengjunum og tveggja milljón króna í skaðabætur, auk vaxta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×