Enski boltinn

Southampton sótti þrjú stig | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jay Rodriguez var hetja Southampton sem vann 1-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Palace færðist þar með enn nær fallsvæðinu en liðið er með 27 stig í sextánda sæti - tveimur stigum frá fallsæti.

Rodriguez skoraði eftir að hafa komist inn í slaka sendingu Jason Puncheon aftur á markvörðinn Julian Speroni. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Rodriguez.

Norwich og Stoke gerði 1-1 jafntefli þar sem Jonathan Walters var í stóru hlutverki. Hann jafnaði metin fyrir Stoke með marki úr vítaspyrnu eftir að Bradley Johnson hafði komið Norwich yfir á 56. mínútu.

En Walters fékk svo að fjúka af velli með rautt spjald eftir að hafa brotið illa á Alexander Tettey, Norðmanninum í liði Norwich.

Stoke er með 31 stig í tólfta sæti og Norwich í því fimmtánda með 29 stig.

Þá vann Cardiff góðan 3-1 sigur á Fulham í botnslag deildarinnar.


Tengdar fréttir

Cardiff vann botnslaginn

Ole Gunnar Solskjær skilaði mikilvægum stigum í hús þegar lið hans, Cardiff, vann sigur á Fulham, 3-1, í botnslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×