Enski boltinn

Vertonghen ætlar ekki í stríð við Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Torres var rekinn af velli í leik liðanna í september.
Torres var rekinn af velli í leik liðanna í september. Vísir/AFP
Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham, hefur engan áhuga á að svara ásökunum Jose Mourinho.

Mourinho er knattspyrnustjóri Chelsea sem tekur á móti Tottenham í síðdegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þjálfarinn portúgalski var ekki ánægður með Vertonghen í leik liðanna fyrr á leiktíðinni en þá var Fernando Torres, sóknarmaður Chelsea, rekinn af velli eftir að hafa sinnast við belgíska varnarmanninn.

Mourinho sagði að Vertonghen hefði verið sér til skammar en ummælin voru rifjuð upp í aðdraganda leiksins í dag.

„Ég svaraði honum ekki þá og ég ætla ekki að gera það nú. Ég vil ekki auka á spennuna í uppbyggingu þessa leiks. Ég vil ekki fara út í stríð gegn Mourinho því maður því það er ekki til neins,“ sagði Vertonghen í samtali við belgíska dagblaðið Het Nieuwsblad.

„Ég ætla bara að láta verkin tala á vellinum,“ bætti hann við.

Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar og þarf nauðsynlega á sigri að halda í dag. „Ef við ætlum okkur að komast í Meistaradeildina þurfum við að vinnan þennan leik. Það er erfiður mánuður fram undan en ég er spenntur fyrir þessum leikjum.“


Tengdar fréttir

Mourinho: Dýfur eru smánarlegar

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segist ætla að refsa leikmönnum sínum sem gera sig seka um að kasta sér niður til þess eins að reyna að veiða brot á andstæðing sinn, m.ö.o. dýfa sér.

Mark Gylfa dugði ekki til gegn Chelsea

Tottenham komst í dag í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea. Gylfi Þór Sigurðsson á skotskónum fyrir Spurs en Mata breytti öllu hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×