Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hér má sjá allt það helsta um leiki gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni en þá fóru fimm leikir fram.

Leikir helgarinnar fóru allir fram í gær vegna fjórðungsúrslitanna í ensku bikarkeppninni en á sjónvarpsvef Vísis má sjá öll mörk leikjanna og helstu tilþrifin.

Að lokinni hverri umferð birtast myndbönd þar sem umferðin er gerð upp í máli og myndum. Leikmaður og lið umferðarinnar er valið, sem og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og eftirminnilegasta augnablikið.

En fyrir þá sem vilja einfaldlega sjá allt það helsta sem gerðist í umferðinni í stuttu og skemmtilegu myndbandi er það einnig í boði. Þá eru einnig kíkt á flottustu tilþrifin og skoplegustu augnablikin.

Allt þetta birtist í fyrramálið en fyrstu umferðinni lýkur í kvöld með leik Manchester City og Swansea.


Tengdar fréttir

Cardiff vann botnslaginn

Ole Gunnar Solskjær skilaði mikilvægum stigum í hús þegar lið hans, Cardiff, vann sigur á Fulham, 3-1, í botnslag ensku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×