Enski boltinn

Misstirðu af mörkunum í leikjum helgarinnar?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Myndböndin birtast á mánudagsmorgni og eru í birtingu í eina viku. Þar má sjá öll mörk leikjanna sem og helstu tilþrifin.

Að lokinni hverri umferð birtast svo myndbönd þar sem umferðin er gerð upp í máli og myndum. Leikmaður og lið umferðarinnar er valið, sem og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og eftirminnilegasta augnablikið.

En fyrir þá sem vilja einfaldlega sjá allt það helsta sem gerðist í umferðinni í stuttu og skemmtilegu myndbandi er það einnig í boði. Þá er einnig farið yfir flottustu tilþrifin og skondnustu augnablikin.


Tengdar fréttir

Touré hetja Man. City gegn Stoke

Manchester City heldur velli í toppbaráttunni þökk sé naumum sigri á Stoke í úrvalsdeildinni í dag.

Leik lokið: Cardiff - Hull 0-4

Cardiff mætir Hull í ensku úrvalsdeildinni en velska liðið þarf sárlega að fara hala inn stig eigi ekki illa að fara.

Remy tryggði Newcastle stigin þrjú

Loic Remy skoraði sigurmark Newcastle í uppbótartíma í 1-0 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn í dag var aðeins annar sigur Newcastle í síðustu tíu leikjum.

Norwich vann mikilvægan sigur

Tottenham missti af þremur mikilvægum stigum þegar liðið tapaði 1-0 gegn Norwich á Carrow Road í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tottenham er sex stigum frá sæti í Meistaradeildinni eftir leiki dagsins.

Henderson hetja Liverpool gegn Swansea

Jordan Henderson tryggði Liverpool stigin þrjú í stórskemmtilegum 4-3 sigri á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lítið var um fína drætti í varnarleik liðanna og er óhætt að segja að áhorfendur leiksins hafi fengið nóg fyrir peninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×