Enski boltinn

Mistök Howards færðu Chelsea dýrmætan sigur í uppbótartíma

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chelsea jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig með dramatískum sigri á Everton, 1-0, í dag.

Leikurinn var markalaus allt fram í uppbótartíma en þá virtist John Terry skora mark af harðfylgi eftir aukaspyrnu Franks Lampards.

Svo var þó ekki heldur varði Tim Howard aukaspyrnuna á einhvern furðulegan hátt inn í markið og urðu öll þrjú stigin því eftir á Brúnni.

Gífurlega mikilvægt mark fyrir Chelsea í toppbaráttunni en liðið er nú með 60 stig, fjórum stigum á undan Arsenal sem á leik gegn Sunderland klukkan 15.00.

Everton er í sjötta sæti deildarinnar með 45 stig og nú búið að tapa tveimur leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×