Enski boltinn

Rooney fagnaði risasamningnum með marki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Englandsmeistarar Manchester United eru komnir aftur á sigurbraut eftir tap og tvö jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum.

United sótti nýliða Crystal Palace heim og vann góðan sigur, 2-0, en mörkin skoruðu Robin van Persie og Wayne Rooney í seinni hálfleik.

Meisturunum gekk ekkert að koma boltanum í netið framan af en þegar Patrice Evra var felldur í teignum fékk United vítaspyrnu og úr henni skoraði Hollendingurinn á 62. mínútu.

Sex mínútum síðar fékk Rooney sendingu frá Evra og hamraði enski landsliðsmaðurinn boltann viðstöðulaust í markið. Glæsilegt mark og Rooney strax byrjaður að vinna fyrir  ofurlaununum.

Með sigrinum komst Man. Utd upp fyrir Everton í sjötta sæti deildarinnar en liðið er með 45 stig, átta stigum á eftir Liverpool sem er í fjórða sæti og á leik til góða.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×