Enski boltinn

Remy tryggði Newcastle stigin þrjú

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Loic Remy skoraði sigurmark Newcastle í uppbótartíma í 1-0 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn í dag var aðeins annar sigur Newcastle í síðustu tíu leikjum.

Liðinu hefur gengið illa að skora undanfarið, liðinu hafði ekki tekist að skora í ensku úrvalsdeildinni síðan 18. janúar og leit allt út fyrir að slakt gengi liðsins fyrir framan markið myndi halda áfram.

Það var hinsvegar í uppbótartíma sem Remy fékk sendingu inn á vítateignum, lék á Ron Vlaar í vörn Aston Villa og þrumaði boltanum í netið við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Gestirnir frá Birmingham reyndu að bruna í sókn en tíminn var naumur og náðu gestirnir ekki að ógna marki Newcastle.

Newcastle situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig eftir leik dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×