Lífið

Hættur við lögsókn

Ugla Egilsdóttir skrifar
Philip Seymour Hoffman var dáður leikari.
Philip Seymour Hoffman var dáður leikari.
The National Enquirer og David Bar Katz, náinn vinur Philip Seamour Hoffman, hafa náð samkomulagi, og David er hættur við lögsókn sína á hendur blaðinu fyrir ærumeiðandi ummæli. 

Philip Seymour Hoffman lést nýverið og David, sem er leikskáld, var fyrstur til að koma að líkinu. Blaðið The National Enquirer birti grein þar sem þeir þóttust hafa náð viðtali við David um málið.

Blaðið birti afsökunarbeiðni á heilsíðu í blaðinu, og ætlar að fjármagna nýjan styrktarsjóð leikskálda. Hvort tveggja var hluti af samkomulagi blaðsins við David.


Tengdar fréttir

Einn dáðasti leikari sinnar kynslóðar

Philip Seymour Hoffman lést á sunnudaginn í íbúð sinni í Greenwich Village á Manhattan. Hann var 46 ára gamall og hafði lengi átt við fíknivanda að etja.

Tuttugu ára aldursmunur

Tískutvíburinn Ashley Olsen er byrjuð með Moneyball-leikstjóranum Bennett Miller.

Hoffman um hamingjuna

Hér er rifjað upp viðtal við Philip Seymour Hoffman þar sem hann ræðir föðurhlutverkið og hamingjuna.

Fjórir handteknir í tengslum við dauða Hoffman

Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát Philip Seymours Hoffman, leikarans góðkunna sem lést af völdum eiturlyfja á dögunum. Fjölmiðlar vestra fullyrða að fólkið sem var handtekið sé grunað um að hafa látið leikaranum í té heróín, en mikið magn eiturlyfsins fannst í íbúð hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.