Lífið

„Ég veit að ég mun deyja ef ég hætti ekki“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Philip Seymour Hoffman notaði mikið magn heróíns síðustu sex vikurnar fyrir andlát sitt. Samkvæmt heimildum vefsíðunnar TMZ sagði hann við vini sína að hann óttaðist það að hann myndi deyja úr of stórum skammti.

Philip byrjaði að nota heróín í desember og gat ekki hætt. Hann hætti stundum í nokkra daga en hélt það aldrei út. Hann sótti AA fundi til að reyna að koma sér aftur á réttu brautina en ekkert virkaði. Samkvæmt heimildarmanni TMZ spurði vinur hans hann hve stór fíkniefnavandinn væri og hann svaraði:

„Ég veit að ég mun deyja ef ég hætti ekki.“

Philip lést á sunnudag, 46 ára að aldri. Hann skilur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.