Lífið

Heimsóttu ekkju Hoffmans

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Cate Blanchett og Justin Theroux, unnusti Jennifer Aniston, heimsóttu Mimi O'Donnell, ekkju leikarans Philips Seymour Hoffmans, í New York í gær. Philip lést á sunnudag, aðeins 46 ára að aldri.

Mimi og Philip áttu þrjú börn saman, Cooper, tíu ára, Tallulah, sjö ára og Willu, fimm ára.

Samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly voru Philip og Justin góðir vinir.

„Justin er í rusli yfir því að missa Philip. Hann er að gera sitt besta til að styðja Mimi og börnin. Hann trúir því ekki að þetta hafi gerst,“ segir heimildarmaður tímaritsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.