Lífið

Ætlaði að horfa á Super Bowl með syninum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórleikarinn Philip Seymour Hoffman lést í gær en fjölskyldu hans og vinum byrjaði að gruna að eitthvað væri að þegar hann sótti ekki börnin sín á sunnudag.

Philip átti að sækja börnin sín þrjú, soninn Cooper og dæturnar Tallulah og Willa, til sambýliskonu sinnar til margra ára, búningahönnuðarins Mimi O'Donnell. Hann mætti hins vegar ekki á tilsettum tíma og var það ólíkt honum.

Samkvæmt heimildum Us Weekly var hann búinn að plana sunnudag með fjölskyldunni og ætlaði meðal annars að horfa á Ofurskálina, úrslitaleikinn í NFL, með syni sínum.

Vinur hans, leikritaskáldið David Bar Katz, fór heim til hans í gær til að athuga með hann og fann hann látinn á baðherberginu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.