Lífið

Tuttugu ára aldursmunur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mary-Kate og Ashley elska eldri menn.
Mary-Kate og Ashley elska eldri menn.
Tískutvíburinn Ashley Olsen er byrjuð með Moneyball-leikstjóranum Bennett Miller en hún hætti nýverið með athafnamanninum David Schulte.

Parið sást saman í jarðarför Óskarsverðlaunahafans Philips Seymour Hoffman fyrir stuttu en Bennett var náinn vinur leikarans og leikstýrði einnig myndinni Capote árið 2005 þar sem Philip lék aðalhlutverkið og fékk Óskarsverðlaun fyrir.

Þau eyddu einnig saman tíma í janúar á heimili Bennetts þar sem hann var í óðaönn að klippa nýjustu mynd sína, Foxcatcher.

Tuttugu ára aldursmunur er á nýja parinu en Ashley er 27 ára og Bennett 47 ára. Þar með fetar hún í fótspor systur sinnar, Mary-Kate sem er í sambandi með Olivier Sarkozy sem er 44 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.