Lífið

Hættum að sveipa fíkniefni töfraljóma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Demi Lovato er orðin þreytt á því að stjörnur sveipi fíkniefni töfraljóma í list, tónlist og kvikmyndum. Demi misnotaði eiturlyf þegar hún var yngri og skrifaði færslu á Twitter-síðu sína þegar hún frétti af andláti Philip Seymour Hoffman.

„Fíkniefni eru ekki eitthvað til að sveipa töfraljóma í popptónlist né að sýna þau sem hluta af skaðlausri skemmtun í kvikmyndum. Það er ekki sætt, svalt eða eitthvað til að dást að,“ skrifar Demi.

Demi minnist ekki á neinar sérstakar stjörnur en talið er að hún vísi sértaklega til söngkonunnar Miley Cyrus sem hefur margoft boðið upp á vísanir í eiturlyf í lögum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.