Lífið

Vildi að sonurinn byggi í New York

Ugla Egilsdóttir skrifar
Philip Seymour Hoffman í hlutverki sínu í myndinni Capote.
Philip Seymour Hoffman í hlutverki sínu í myndinni Capote. Vísir
Philip Seymour Hoffman skrifaði erfðaskrá árið 2004. Meðal þess sem kemur fram í henni er að kærastan hans til fjórtán ára, Mimi O'Donnell, erfir stærstan hluta eigna hans. Ekki kemur fram hversu mikils virði eignir hans eru.

Auk þessa stendur í erfðaskránni að það sé einlæg ósk leikarans að sonur hans og kærustunnar, Cooper Hoffman, búi í New York. Ef ekki þar, þá í Chicago, eða í San Fransisco. Ef móðir drengsins vill ekki búa þar fer Philip fram á að hann ferðist til þessara borga að minnsta kosti tvisvar á ári. Ástæðan fyrir þessu er að Philip vildi að Cooper kynntist þeirri menningu og listum og arkitektúr sem slíkar borgir hafa upp á að bjóða. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.