Lífið

Jarðarförin fer fram í kyrrþey

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fjölskylda og vinir leikarans Philips Seymour Hoffmans skipuleggja nú jarðarför leikarans sem mun fara fram í kyrrþey. Jarðarförin fer fram síðar í mánuðinum í New York en Philip lést á heimili sínu um helgina, aðeins 46 ára að aldri.

Fjölskyldan biður þá sem vilja minnast leikarans um að styrkja tvö góðgerðarsamtök sem voru leikaranum kær - DreamYard Project og Christopher og Dana Reeve-sjóðinn.

Philip lætur eftir sig konu, búningahönnuðinn Mimi O'Donnell, og þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.