Lífið

"Þetta er fyrir þig, ræfillinn þinn“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Cate Blanchett hlaut BAFTA-verðlaunin í gær fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni Blue Jasmine. Í þakkarræðu sinni vottaði hún leikaranum Philip Seymour Hoffman heitnum virðingu sína.

„Ég vil tileinka þessi verðlaun leikara sem hefur ávallt verið minn mælikvarði en er nú því miður fjarverandi: hinum látna og stórkostlega Philip Seymour Hoffman,“ sagði Cate en Philip lést 2. febrúar, aðeins 46 ára að aldri.

„Phil, vinur, þetta er fyrir þig, ræfillinn þinn. Ég vona að þú sért stoltur,“ bætti Cate við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.