Lífið

70 pokar af heróíni heima hjá Hoffman

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hoffman fannst inni á baðherbergi íbúðar sinnar með sprautu í handleggnum.
Hoffman fannst inni á baðherbergi íbúðar sinnar með sprautu í handleggnum. vísir/getty
Lögregla í New York fann um 70 poka af heróíni í íbúð leikarans Philips Seymour Hoffman sem fannst látinn á heimili sínu á sunnudag.

Krufning fer fram á mánudag en lögreglu grunar að leikarinn hafi látist úr of stórum skammti eiturlyfja. Hann fannst inni á baðherbergi íbúðarinnar með sprautu í handleggnum og í íbúðinni fundust yfir 20 notaðar sprautur, auk mikils magns lyfseðilsskyldra lyfja.

Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins og er sérstaklega lögð áhersla á að komast að því hvar leikarinn keypti fíkniefnin. Munu meðal annars gögn úr síma hans verða skoðuð í von um að varpa ljósi á dauðsfallið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.