Kennarar tilbúnir í verkfall Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 12:46 Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. VÍSIR/HEIÐA Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt að fara í verkfall. Til stendur að það hefjist 17. mars, hafi samningar við þá ekki náðst. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lauk fyrir skömmu og eru tölurnar svohljóðandi: Á kjörskrá voru 1.541, atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9 prósent. Já sögðu 1.173 eða 87,6 prósent. Nei sögðu 134 eða 10 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4 prósent. „Við erum búin að funda stíft að undanförnu og munum halda því áfram til þess að reyna að ná einhverjum sameiginlegum samningsfleti. Ég vil jafnframt segja það að það ber ennþá mjög mikið á milli samningsaðila,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Aðalheiður segir að það sem er að valda því að samningaviðræður séu þetta erfiðar sé sú staðreynd að framhaldsskólarnir séu í fjárhagslegu þroti en að samningsaðilar geti ekki samið um aukin framlög til skólanna. Það sé alfarið á valdi stjórnvalda.Frá talningu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara í morgun: Björgvin Eyjólfur Björgvinsson, Helga Sighvatsdóttir og Stella Kristjánsdóttir.visir/gvaFarið er fram á að laun kennara í framhaldsskólum standist samanburð sambærrilegra hópa sem og háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig farið fram á að umbætur verði gerðar á rekstri skólanna þannig að þeir geti valdið hlutverkum sínum. „Þetta finnst okkur vera mjög eðlileg og sanngjörn krafa og vona ég svo sannarlega að við getum náð kjarasamningum við eðlilegar aðstæður.“ Aðalheiður segist vongóð um að samningar náist og segir engan kennara vilja verkfall, og sé það ekki markmið þeirra. Hinsvegar ef samningar náist ekki fyrir tilsettan tíma þá muni þeir grípa til þessa neyðarúrræðis. Tengdar fréttir Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19 Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55 „Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt að fara í verkfall. Til stendur að það hefjist 17. mars, hafi samningar við þá ekki náðst. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lauk fyrir skömmu og eru tölurnar svohljóðandi: Á kjörskrá voru 1.541, atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9 prósent. Já sögðu 1.173 eða 87,6 prósent. Nei sögðu 134 eða 10 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4 prósent. „Við erum búin að funda stíft að undanförnu og munum halda því áfram til þess að reyna að ná einhverjum sameiginlegum samningsfleti. Ég vil jafnframt segja það að það ber ennþá mjög mikið á milli samningsaðila,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Aðalheiður segir að það sem er að valda því að samningaviðræður séu þetta erfiðar sé sú staðreynd að framhaldsskólarnir séu í fjárhagslegu þroti en að samningsaðilar geti ekki samið um aukin framlög til skólanna. Það sé alfarið á valdi stjórnvalda.Frá talningu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara í morgun: Björgvin Eyjólfur Björgvinsson, Helga Sighvatsdóttir og Stella Kristjánsdóttir.visir/gvaFarið er fram á að laun kennara í framhaldsskólum standist samanburð sambærrilegra hópa sem og háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig farið fram á að umbætur verði gerðar á rekstri skólanna þannig að þeir geti valdið hlutverkum sínum. „Þetta finnst okkur vera mjög eðlileg og sanngjörn krafa og vona ég svo sannarlega að við getum náð kjarasamningum við eðlilegar aðstæður.“ Aðalheiður segist vongóð um að samningar náist og segir engan kennara vilja verkfall, og sé það ekki markmið þeirra. Hinsvegar ef samningar náist ekki fyrir tilsettan tíma þá muni þeir grípa til þessa neyðarúrræðis.
Tengdar fréttir Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19 Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55 „Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19
Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55
„Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38