Kennarar tilbúnir í verkfall Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 12:46 Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. VÍSIR/HEIÐA Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt að fara í verkfall. Til stendur að það hefjist 17. mars, hafi samningar við þá ekki náðst. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lauk fyrir skömmu og eru tölurnar svohljóðandi: Á kjörskrá voru 1.541, atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9 prósent. Já sögðu 1.173 eða 87,6 prósent. Nei sögðu 134 eða 10 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4 prósent. „Við erum búin að funda stíft að undanförnu og munum halda því áfram til þess að reyna að ná einhverjum sameiginlegum samningsfleti. Ég vil jafnframt segja það að það ber ennþá mjög mikið á milli samningsaðila,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Aðalheiður segir að það sem er að valda því að samningaviðræður séu þetta erfiðar sé sú staðreynd að framhaldsskólarnir séu í fjárhagslegu þroti en að samningsaðilar geti ekki samið um aukin framlög til skólanna. Það sé alfarið á valdi stjórnvalda.Frá talningu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara í morgun: Björgvin Eyjólfur Björgvinsson, Helga Sighvatsdóttir og Stella Kristjánsdóttir.visir/gvaFarið er fram á að laun kennara í framhaldsskólum standist samanburð sambærrilegra hópa sem og háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig farið fram á að umbætur verði gerðar á rekstri skólanna þannig að þeir geti valdið hlutverkum sínum. „Þetta finnst okkur vera mjög eðlileg og sanngjörn krafa og vona ég svo sannarlega að við getum náð kjarasamningum við eðlilegar aðstæður.“ Aðalheiður segist vongóð um að samningar náist og segir engan kennara vilja verkfall, og sé það ekki markmið þeirra. Hinsvegar ef samningar náist ekki fyrir tilsettan tíma þá muni þeir grípa til þessa neyðarúrræðis. Tengdar fréttir Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19 Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55 „Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt að fara í verkfall. Til stendur að það hefjist 17. mars, hafi samningar við þá ekki náðst. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lauk fyrir skömmu og eru tölurnar svohljóðandi: Á kjörskrá voru 1.541, atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9 prósent. Já sögðu 1.173 eða 87,6 prósent. Nei sögðu 134 eða 10 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4 prósent. „Við erum búin að funda stíft að undanförnu og munum halda því áfram til þess að reyna að ná einhverjum sameiginlegum samningsfleti. Ég vil jafnframt segja það að það ber ennþá mjög mikið á milli samningsaðila,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Aðalheiður segir að það sem er að valda því að samningaviðræður séu þetta erfiðar sé sú staðreynd að framhaldsskólarnir séu í fjárhagslegu þroti en að samningsaðilar geti ekki samið um aukin framlög til skólanna. Það sé alfarið á valdi stjórnvalda.Frá talningu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara í morgun: Björgvin Eyjólfur Björgvinsson, Helga Sighvatsdóttir og Stella Kristjánsdóttir.visir/gvaFarið er fram á að laun kennara í framhaldsskólum standist samanburð sambærrilegra hópa sem og háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig farið fram á að umbætur verði gerðar á rekstri skólanna þannig að þeir geti valdið hlutverkum sínum. „Þetta finnst okkur vera mjög eðlileg og sanngjörn krafa og vona ég svo sannarlega að við getum náð kjarasamningum við eðlilegar aðstæður.“ Aðalheiður segist vongóð um að samningar náist og segir engan kennara vilja verkfall, og sé það ekki markmið þeirra. Hinsvegar ef samningar náist ekki fyrir tilsettan tíma þá muni þeir grípa til þessa neyðarúrræðis.
Tengdar fréttir Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19 Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55 „Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19
Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55
„Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38