Íslenskar bókmenntir á Spáni Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2014 11:24 Enrique Bernárdez fjallar um stöðu íslenskra bókmennta á Spáni frá sjónarhóli þýðandans. Á morgun er athyglisverður fyrirlestur, fyrir þá sem velta fyrir sér stöðu íslenskra bókmennta á heimsvísu, í Lögbergi í Háskóla Íslands. Þá mun Enrique Bernárdez, „þýðandi og prófessor við Complutense-háskóla í Madríd, fjalla um stöðu íslenskra bókmennta á Spáni frá sjónarhóli þýðandans, hvernig verk eru valin til þýðingar, hvernig þýðingum á íslenskum bókmenntaverkum er tekið af spænskumælandi gagnrýnendum og lesendum og hvaða helstu vandamál koma á borð útgefenda og þýðanda í þessu samhengi,“ eins og segir í tilkynningu frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sem stendur fyrir uppákomunni. Þar segir jafnframt að Bernárdez hefur ritað bækur og fræðigreinar um málvísindi og þýtt fjölda íslenskra skáldverka, bæði miðaldabókmenntir, t.d. Njálu, Eglu, Hrafnkötlu og hluta af Eddu, sem og verk nútíma- og samtímahöfunda, þ.m.t. Laxness, Sjón, Guðberg Bergsson, Auði Övu Ólafsdóttur, Arnald Indriðason, Jón Kalman Stefánsson og Thor Vilhjálmsson. Vegur Arnaldar á Spáni hefur farið vaxandi og er sérstaklega eftirtektarverður. Skemmst er að minnast þess að að í september hlaut hann RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund, nýjustu bók sína en útgefandi Arnaldar, Forlagið, hefur lagt mikla vinnu í að nema ný lönd, ekki síst á Spáni.Fyrirlestur Bernárdez fer fram á ensku og er, eins og áður sagði, í Lögbergi klukkan 16. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á morgun er athyglisverður fyrirlestur, fyrir þá sem velta fyrir sér stöðu íslenskra bókmennta á heimsvísu, í Lögbergi í Háskóla Íslands. Þá mun Enrique Bernárdez, „þýðandi og prófessor við Complutense-háskóla í Madríd, fjalla um stöðu íslenskra bókmennta á Spáni frá sjónarhóli þýðandans, hvernig verk eru valin til þýðingar, hvernig þýðingum á íslenskum bókmenntaverkum er tekið af spænskumælandi gagnrýnendum og lesendum og hvaða helstu vandamál koma á borð útgefenda og þýðanda í þessu samhengi,“ eins og segir í tilkynningu frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sem stendur fyrir uppákomunni. Þar segir jafnframt að Bernárdez hefur ritað bækur og fræðigreinar um málvísindi og þýtt fjölda íslenskra skáldverka, bæði miðaldabókmenntir, t.d. Njálu, Eglu, Hrafnkötlu og hluta af Eddu, sem og verk nútíma- og samtímahöfunda, þ.m.t. Laxness, Sjón, Guðberg Bergsson, Auði Övu Ólafsdóttur, Arnald Indriðason, Jón Kalman Stefánsson og Thor Vilhjálmsson. Vegur Arnaldar á Spáni hefur farið vaxandi og er sérstaklega eftirtektarverður. Skemmst er að minnast þess að að í september hlaut hann RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku. Verðlaunin hlaut hann fyrir bókina Skuggasund, nýjustu bók sína en útgefandi Arnaldar, Forlagið, hefur lagt mikla vinnu í að nema ný lönd, ekki síst á Spáni.Fyrirlestur Bernárdez fer fram á ensku og er, eins og áður sagði, í Lögbergi klukkan 16.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira