Innlent

Dýragarðsstjórinn danski svarar fyrir sig

Jakob Bjarnar skrifar
Bent Holst var fastur fyrir í yfirheyrslu á breskri sjónvarpsstöð.
Bent Holst var fastur fyrir í yfirheyrslu á breskri sjónvarpsstöð.
Bengt Holst, dýragarðsstjórinn í Kaupmannahöfn, lenti í nokkuð harkalegri yfirheyrslu hjá breskum sjónvarpsmanni á Stöð 4, vegna slátrunar tveggja ára gamals gíraffa sem fram fór nánast fyrir opnum tjöldum, en er býsna fastur fyrir. Hann spyr af hverju vernda eigi börn og unglinga gagnvart lífinu eins og það er? Drápið hafi verið eðlilegt og börn hafi lært til dæmis anatómíu gíraffa þegar hann var brytjaður niður og gefinn ljónum dýragarðsins.

Holst útskýrir, þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi ekki þegið boð tveggja dýragarða um að taka Maríus af sér, að dýragarðurinn í Kaupmannahöfn sé þátttakandi í Evrópskri áætlun er varðar viðhaldi og uppbyggingu gíraffastofnsins. Þessir dýragarðar hafi einfaldlega ekki hentað út frá ýmsum erfðafræðilegum atriðum.

Holst segir jafnframt að tryggja verði að nægt pláss sé fyrir dýrin svo vel fari um þau og nauðsynlegt sé að hafa rétta stærð stofns á hverjum stað um sig. Það sem virðist harkalegt sé oft til þess gert og hugsað svo vel geti farið um dýrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×