Rokkið réttir úr kútnum 12. febrúar 2014 13:53 Arctic Monkeys hafa verið í fararbroddi rokkbylgjunnar á Englandi. nordicphotos/getty Rokktónlist var söluhæsta tónlistarstefnan á Bretlandseyjum á síðasta ári en það hefur ekki gerst í fimm ár. Arctic Monkeys áttu aðra söluhæstu rokkplötu síðasta árs á Bretlandi. Það var hinsvegar gamli rámur, Rod Stewart, sem leiddi hóp rokkara og á meðal annarra sem gerðu það gott má nefna Jake Bugg og Bastille. Þetta þykja nokkur tíiðindi því sala á rokkplötum hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Á síðasta ári voru rokkplötur hins vegar með rúm þrjátíu og þrjú prósent af markaðshlutdeildinni. Poppmúsík kemur þar á eftir með þrjátíu og eitt prósent og danstónlist var í þriðja sæti, töluvert á eftir með átta komma þrjú prósent. Poppmúsíkin hefur þó enn vinninginn þegar kemur að sölu á smáskífum með um 36 prósenta hlutdeild en þar hafa rokkararni þó sótt í sig veðrið og í fyrra voru rúm tuttugu prósent seldra smáskífa með rokktónlistarmönnum. Þrátt fyrir að rokkið sé að rétta úr kútnum dregst plötusala enn saman og er það í takt við þróun síðustu ára. Á síðasta ári dróst plötusala saman 6,4 prósent en alls seldust 94 milljónir platna á Bretlandseyjum. Engin ein plata seldist þó í meira en milljón eintökum og hefur það ekki gerst síðan snemma á níunda áratugi síðustu aldar. Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokktónlist var söluhæsta tónlistarstefnan á Bretlandseyjum á síðasta ári en það hefur ekki gerst í fimm ár. Arctic Monkeys áttu aðra söluhæstu rokkplötu síðasta árs á Bretlandi. Það var hinsvegar gamli rámur, Rod Stewart, sem leiddi hóp rokkara og á meðal annarra sem gerðu það gott má nefna Jake Bugg og Bastille. Þetta þykja nokkur tíiðindi því sala á rokkplötum hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Á síðasta ári voru rokkplötur hins vegar með rúm þrjátíu og þrjú prósent af markaðshlutdeildinni. Poppmúsík kemur þar á eftir með þrjátíu og eitt prósent og danstónlist var í þriðja sæti, töluvert á eftir með átta komma þrjú prósent. Poppmúsíkin hefur þó enn vinninginn þegar kemur að sölu á smáskífum með um 36 prósenta hlutdeild en þar hafa rokkararni þó sótt í sig veðrið og í fyrra voru rúm tuttugu prósent seldra smáskífa með rokktónlistarmönnum. Þrátt fyrir að rokkið sé að rétta úr kútnum dregst plötusala enn saman og er það í takt við þróun síðustu ára. Á síðasta ári dróst plötusala saman 6,4 prósent en alls seldust 94 milljónir platna á Bretlandseyjum. Engin ein plata seldist þó í meira en milljón eintökum og hefur það ekki gerst síðan snemma á níunda áratugi síðustu aldar.
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira