"Batnandi mönnum er best að lifa“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 16. febrúar 2014 12:04 Eyrún tekur mark á afsökunarbeiðnum piltanna úr ræðuliði Menntaskólans á Ísafirði og þjálfara þeirra. MYND/EINKASAFN „Ég er ánægð með framgang mála,“ segir Eyrún Björg Guðmundsdóttir, 18 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri og þátttakandi í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Eyrún þakkar fyrir stuðninginn og ómetanleg viðbrögð við bréfi Ölmu Oddgeirsdóttur, aðstoðarskólameistara MA til stjórnar Morfís. Eins og fram hefur komið voru samskipti Eyrúnar við liðsmenn ræðuliðs Menntaskólans á Ísafirði rakin og voru piltarnir í liðinu sakaðir um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar. Ræðuliðið sendi frá sér yfirlýsingu á föstudaginn þar sem þeir báðu afsökunar á ummælunum og ógeðsleg orð hefðu fallið sem ekki hefðu átt að heyrast. Liðið sagðist myndu læra af þessu og stefndi í framtíðinni á að sýna öðrum keppendum meiri virðingu. Liðsstjóri ræðuliðsins ákvað í kjölfarið að hætta sem þjálfari liðsins. Hann segist ekki hafa haft nokkuð með þessi ummæli að gera og hann hafði strax samband við Eyrúnu að keppni lokinni og baðst afsökunar á framferði piltanna.Tekur mark á afsökunarbeiðnunum Eyrún segist taka mark á afsökunarbeiðnunum. „Batnandi mönnum er best að lifa,“ segir hún. Eyrún segir stuðninginn sem hefur fengið vegna málsins ómetanlegan. Ekki aðeins hafi hún fengið stuðning frá fjölskyldu og vinum heldur hafi fjölmargir sent henni skilaboð í gegnum Facebook og einnig hafi fólk hringt í hana. „Þetta hefur jafnvel verið fólk sem ég þekki ekki neitt,“ segir hún. Hún ákvað að fylgjast ekki með því sem skrifað er við fréttirnar sem birst hafa af málinu. Mamma hennar hafi séð um það en að hennar sögn voru flest skrifin jákvæð. „Það er auðvitað þannig að þegar það er umfjöllun um mann þá er hún manni í hag að einhverju leyti en líka í óhag. Ég held samt að flestir hafi tekið þessu ósköp vel og verið sammála mér um að svona eigi ekki að líðast,“ segir Eyrún.Beita sér fyrir lagabreytingu Stjórn Morfís sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar lýsti stjórnin yfir andstyggð á framkomu liðs MÍ gagnvart liði MA í keppni þeirra á milli 7. febrúar síðastliðinn. Hátterni liðsmanna MÍ hafi óhreinkað keppnina og nokkuð réttlæti felist í því að liðið hafi tapað viðureigninni. Stjórnin hyggst beita sér fyrir lagabreytingu á næsta aðalfundi til að koma málum af þessu tagi í viðunandi horf. Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Byssan leggur niður vopnin Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. 15. febrúar 2014 12:00 Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég er ánægð með framgang mála,“ segir Eyrún Björg Guðmundsdóttir, 18 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri og þátttakandi í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Eyrún þakkar fyrir stuðninginn og ómetanleg viðbrögð við bréfi Ölmu Oddgeirsdóttur, aðstoðarskólameistara MA til stjórnar Morfís. Eins og fram hefur komið voru samskipti Eyrúnar við liðsmenn ræðuliðs Menntaskólans á Ísafirði rakin og voru piltarnir í liðinu sakaðir um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar. Ræðuliðið sendi frá sér yfirlýsingu á föstudaginn þar sem þeir báðu afsökunar á ummælunum og ógeðsleg orð hefðu fallið sem ekki hefðu átt að heyrast. Liðið sagðist myndu læra af þessu og stefndi í framtíðinni á að sýna öðrum keppendum meiri virðingu. Liðsstjóri ræðuliðsins ákvað í kjölfarið að hætta sem þjálfari liðsins. Hann segist ekki hafa haft nokkuð með þessi ummæli að gera og hann hafði strax samband við Eyrúnu að keppni lokinni og baðst afsökunar á framferði piltanna.Tekur mark á afsökunarbeiðnunum Eyrún segist taka mark á afsökunarbeiðnunum. „Batnandi mönnum er best að lifa,“ segir hún. Eyrún segir stuðninginn sem hefur fengið vegna málsins ómetanlegan. Ekki aðeins hafi hún fengið stuðning frá fjölskyldu og vinum heldur hafi fjölmargir sent henni skilaboð í gegnum Facebook og einnig hafi fólk hringt í hana. „Þetta hefur jafnvel verið fólk sem ég þekki ekki neitt,“ segir hún. Hún ákvað að fylgjast ekki með því sem skrifað er við fréttirnar sem birst hafa af málinu. Mamma hennar hafi séð um það en að hennar sögn voru flest skrifin jákvæð. „Það er auðvitað þannig að þegar það er umfjöllun um mann þá er hún manni í hag að einhverju leyti en líka í óhag. Ég held samt að flestir hafi tekið þessu ósköp vel og verið sammála mér um að svona eigi ekki að líðast,“ segir Eyrún.Beita sér fyrir lagabreytingu Stjórn Morfís sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar lýsti stjórnin yfir andstyggð á framkomu liðs MÍ gagnvart liði MA í keppni þeirra á milli 7. febrúar síðastliðinn. Hátterni liðsmanna MÍ hafi óhreinkað keppnina og nokkuð réttlæti felist í því að liðið hafi tapað viðureigninni. Stjórnin hyggst beita sér fyrir lagabreytingu á næsta aðalfundi til að koma málum af þessu tagi í viðunandi horf.
Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Byssan leggur niður vopnin Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. 15. febrúar 2014 12:00 Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33
Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27
Byssan leggur niður vopnin Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. 15. febrúar 2014 12:00
Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34