"Batnandi mönnum er best að lifa“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 16. febrúar 2014 12:04 Eyrún tekur mark á afsökunarbeiðnum piltanna úr ræðuliði Menntaskólans á Ísafirði og þjálfara þeirra. MYND/EINKASAFN „Ég er ánægð með framgang mála,“ segir Eyrún Björg Guðmundsdóttir, 18 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri og þátttakandi í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Eyrún þakkar fyrir stuðninginn og ómetanleg viðbrögð við bréfi Ölmu Oddgeirsdóttur, aðstoðarskólameistara MA til stjórnar Morfís. Eins og fram hefur komið voru samskipti Eyrúnar við liðsmenn ræðuliðs Menntaskólans á Ísafirði rakin og voru piltarnir í liðinu sakaðir um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar. Ræðuliðið sendi frá sér yfirlýsingu á föstudaginn þar sem þeir báðu afsökunar á ummælunum og ógeðsleg orð hefðu fallið sem ekki hefðu átt að heyrast. Liðið sagðist myndu læra af þessu og stefndi í framtíðinni á að sýna öðrum keppendum meiri virðingu. Liðsstjóri ræðuliðsins ákvað í kjölfarið að hætta sem þjálfari liðsins. Hann segist ekki hafa haft nokkuð með þessi ummæli að gera og hann hafði strax samband við Eyrúnu að keppni lokinni og baðst afsökunar á framferði piltanna.Tekur mark á afsökunarbeiðnunum Eyrún segist taka mark á afsökunarbeiðnunum. „Batnandi mönnum er best að lifa,“ segir hún. Eyrún segir stuðninginn sem hefur fengið vegna málsins ómetanlegan. Ekki aðeins hafi hún fengið stuðning frá fjölskyldu og vinum heldur hafi fjölmargir sent henni skilaboð í gegnum Facebook og einnig hafi fólk hringt í hana. „Þetta hefur jafnvel verið fólk sem ég þekki ekki neitt,“ segir hún. Hún ákvað að fylgjast ekki með því sem skrifað er við fréttirnar sem birst hafa af málinu. Mamma hennar hafi séð um það en að hennar sögn voru flest skrifin jákvæð. „Það er auðvitað þannig að þegar það er umfjöllun um mann þá er hún manni í hag að einhverju leyti en líka í óhag. Ég held samt að flestir hafi tekið þessu ósköp vel og verið sammála mér um að svona eigi ekki að líðast,“ segir Eyrún.Beita sér fyrir lagabreytingu Stjórn Morfís sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar lýsti stjórnin yfir andstyggð á framkomu liðs MÍ gagnvart liði MA í keppni þeirra á milli 7. febrúar síðastliðinn. Hátterni liðsmanna MÍ hafi óhreinkað keppnina og nokkuð réttlæti felist í því að liðið hafi tapað viðureigninni. Stjórnin hyggst beita sér fyrir lagabreytingu á næsta aðalfundi til að koma málum af þessu tagi í viðunandi horf. Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Byssan leggur niður vopnin Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. 15. febrúar 2014 12:00 Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
„Ég er ánægð með framgang mála,“ segir Eyrún Björg Guðmundsdóttir, 18 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri og þátttakandi í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Eyrún þakkar fyrir stuðninginn og ómetanleg viðbrögð við bréfi Ölmu Oddgeirsdóttur, aðstoðarskólameistara MA til stjórnar Morfís. Eins og fram hefur komið voru samskipti Eyrúnar við liðsmenn ræðuliðs Menntaskólans á Ísafirði rakin og voru piltarnir í liðinu sakaðir um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar. Ræðuliðið sendi frá sér yfirlýsingu á föstudaginn þar sem þeir báðu afsökunar á ummælunum og ógeðsleg orð hefðu fallið sem ekki hefðu átt að heyrast. Liðið sagðist myndu læra af þessu og stefndi í framtíðinni á að sýna öðrum keppendum meiri virðingu. Liðsstjóri ræðuliðsins ákvað í kjölfarið að hætta sem þjálfari liðsins. Hann segist ekki hafa haft nokkuð með þessi ummæli að gera og hann hafði strax samband við Eyrúnu að keppni lokinni og baðst afsökunar á framferði piltanna.Tekur mark á afsökunarbeiðnunum Eyrún segist taka mark á afsökunarbeiðnunum. „Batnandi mönnum er best að lifa,“ segir hún. Eyrún segir stuðninginn sem hefur fengið vegna málsins ómetanlegan. Ekki aðeins hafi hún fengið stuðning frá fjölskyldu og vinum heldur hafi fjölmargir sent henni skilaboð í gegnum Facebook og einnig hafi fólk hringt í hana. „Þetta hefur jafnvel verið fólk sem ég þekki ekki neitt,“ segir hún. Hún ákvað að fylgjast ekki með því sem skrifað er við fréttirnar sem birst hafa af málinu. Mamma hennar hafi séð um það en að hennar sögn voru flest skrifin jákvæð. „Það er auðvitað þannig að þegar það er umfjöllun um mann þá er hún manni í hag að einhverju leyti en líka í óhag. Ég held samt að flestir hafi tekið þessu ósköp vel og verið sammála mér um að svona eigi ekki að líðast,“ segir Eyrún.Beita sér fyrir lagabreytingu Stjórn Morfís sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar lýsti stjórnin yfir andstyggð á framkomu liðs MÍ gagnvart liði MA í keppni þeirra á milli 7. febrúar síðastliðinn. Hátterni liðsmanna MÍ hafi óhreinkað keppnina og nokkuð réttlæti felist í því að liðið hafi tapað viðureigninni. Stjórnin hyggst beita sér fyrir lagabreytingu á næsta aðalfundi til að koma málum af þessu tagi í viðunandi horf.
Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Byssan leggur niður vopnin Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. 15. febrúar 2014 12:00 Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33
Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27
Byssan leggur niður vopnin Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. 15. febrúar 2014 12:00
Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34