„Það hefur ekki staðið á okkur að útvega þessar tunnur“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. febrúar 2014 15:49 Félagsstofnun stúdenta þarf að óska eftir fleiri ílátum í sorpgeymsluna, að sögn Eygerðar. vísir/aðsend/stefán Félagsstofnun stúdenta (FS) þarf að óska eftir fleiri sorpílátum í sorpgeymslu á milli Sæmundargötu 18 og 20. Þetta segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar Reykjavíkurborgar, en sorpgeymslan er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa í húsunum tveimur. „Það fóru starfsmenn frá okkur þangað í morgun og aðkoman var önnur en á myndunum, ég veit reyndar ekki hvers vegna,“ segir Eygerður, en Rebekka Sigurðardóttir hjá FS sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að notast væri við bráðabirgðatunnur í sorpgeymslunni þar sem fullnægjandi sorpgámar væru ekki til hjá sorphirðunni. „Það hefur ekki staðið á okkur að útvega þessar tunnur,“ segir Eygerður og bætir því við að það sé FS sem fari með þessi mál fyrir hönd stúdenta og geti óskað eftir þeim fjölda sorptunna sem þurfi og valið á milli tíu eða tuttugu daga hirðutíðni. „Ég var að skoða þetta og sá að í þessum húsum eru samtals 133 íbúðir. Við þessar íbúðir eru fjögur ker skráð hjá okkur og tíu tunnur. Það er alveg ljóst að FS hefur ekki óskað eftir nægilega miklum fjölda íláta fyrir þessar íbúðir.“0,16 tunnur of lítið Eygerður segir eitt ker jafngilda 2,75 tunnum en við húsin tvö í Sæmundargötu séu 0,16 tunnur á hverja íbúð. „Íbúar greiða eftir rúmmáli og eftir hirðutíðni. Í svona nýjum íbúðum er yfirleitt gert ráð fyrir 0,75 tunnum á hverja íbúð og því er ljóst að 0,16 tunnur á hverja íbúð er of lítið. En það hefur verið óskað eftir þetta mörgum lítrum á hvern íbúa og við höfum brugðist við því.“ Eygerður segir að af myndunum að dæma sé hægt að koma fyrir fleiri ílátum á staðnum en ekki hafi verið óskað eftir því. „Þetta er greinilega einhver byrjunarvandi. Við höfum sett okkur í samband við starfsfólk FS sem fer með þessi mál og falast eftir upplýsingum um hversu mörg tunnuígildi þau telja að henti fyrir hverja íbúð á þessum stað. Við búumst við að málið leysist þegar sú niðurstaða liggur fyrir.“ Tengdar fréttir Ruslið flæðir við Stúdentagarðana Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. 17. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Félagsstofnun stúdenta (FS) þarf að óska eftir fleiri sorpílátum í sorpgeymslu á milli Sæmundargötu 18 og 20. Þetta segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar Reykjavíkurborgar, en sorpgeymslan er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa í húsunum tveimur. „Það fóru starfsmenn frá okkur þangað í morgun og aðkoman var önnur en á myndunum, ég veit reyndar ekki hvers vegna,“ segir Eygerður, en Rebekka Sigurðardóttir hjá FS sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að notast væri við bráðabirgðatunnur í sorpgeymslunni þar sem fullnægjandi sorpgámar væru ekki til hjá sorphirðunni. „Það hefur ekki staðið á okkur að útvega þessar tunnur,“ segir Eygerður og bætir því við að það sé FS sem fari með þessi mál fyrir hönd stúdenta og geti óskað eftir þeim fjölda sorptunna sem þurfi og valið á milli tíu eða tuttugu daga hirðutíðni. „Ég var að skoða þetta og sá að í þessum húsum eru samtals 133 íbúðir. Við þessar íbúðir eru fjögur ker skráð hjá okkur og tíu tunnur. Það er alveg ljóst að FS hefur ekki óskað eftir nægilega miklum fjölda íláta fyrir þessar íbúðir.“0,16 tunnur of lítið Eygerður segir eitt ker jafngilda 2,75 tunnum en við húsin tvö í Sæmundargötu séu 0,16 tunnur á hverja íbúð. „Íbúar greiða eftir rúmmáli og eftir hirðutíðni. Í svona nýjum íbúðum er yfirleitt gert ráð fyrir 0,75 tunnum á hverja íbúð og því er ljóst að 0,16 tunnur á hverja íbúð er of lítið. En það hefur verið óskað eftir þetta mörgum lítrum á hvern íbúa og við höfum brugðist við því.“ Eygerður segir að af myndunum að dæma sé hægt að koma fyrir fleiri ílátum á staðnum en ekki hafi verið óskað eftir því. „Þetta er greinilega einhver byrjunarvandi. Við höfum sett okkur í samband við starfsfólk FS sem fer með þessi mál og falast eftir upplýsingum um hversu mörg tunnuígildi þau telja að henti fyrir hverja íbúð á þessum stað. Við búumst við að málið leysist þegar sú niðurstaða liggur fyrir.“
Tengdar fréttir Ruslið flæðir við Stúdentagarðana Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. 17. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ruslið flæðir við Stúdentagarðana Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. 17. febrúar 2014 13:30