Lífið

Ekki drukkin í beinni

Ellý Ármanns skrifar
Söngkonan Ásdís María Viðarsdóttir, 20 ára, sem flutti lagið Amor í Söngvakeppni Sjónvarpsins vakti athygli í beinni útsendingu á laugardagskvöldið þegar henni brá fyrir á skjánum sötrandi kampavín af stút og það á harðahlaupum eftir að lokaeinvígi keppninnar var tilkynnt. 



Varstu að drekkja sorgum þínum í beinni því Amor komst ekki í úrslit?



„Nei alls ekki. Mér fannst mega fyndið að þykjast vera að drekka sorgum mínum. Þetta var sem sagt sviðsett. Allir í græna herberginu geta staðfest að þetta var djók,“ svarar Ásdís en ekki er laust við að henni sé skemmt yfir spurningunni.

Hér er hægt að sjá umrætt atriði:



 Ásdís María Viðarsdóttir söngkona Amor tekur sopa í beinni útsendingu
Hér fyrir neðan má síðan sjá flutning Ásdísar Maríu á laginu Amor í Háskólabíói á laugardagskvöld.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.