Lífið

Hætti í skóla fyrir sönginn

Ellý Ármanns skrifar
myndir/einkasafn ásdísar
Ásdís María Viðarsdóttir 20 ára hætti í námi í Menntaskólanum í Hamrahlíð þegar lagið Amor eftir Hauk Johnson var valið í söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís starfar í fataversluninni Spúútnik á daginn og á veitingahúsinu Argentínu á kvöldin á milli þess sem hún kjarnar sig fyrir úrslitin á laugardaginn.  Við flettum með Ásdísi í gegnum albúmið hennar og spurðum hana meðal annars hvernig það kom til að hún tók þátt í söngvakeppninni í ár.



Hér er ég með kisuna mína sem ég eignaðist þegar ég var lítil. Ég er fáránlega mikil kisukona. Ég á fjórar kisur og einn hund.
Fékk facebook-skilaboð frá lagahöfundi

„Ég ákvað að taka þátt því það var svo heimskulegt að gera það ekki því ég er ung og ekki þekkt eða neitt og mig langar að verða söngkona. Eurovision er fáránlega skemmtileg. Ég hélt ég væri ekki Eurovisionaðdáandi en ég er það,“ viðurkennir Ásdís. 

 „Þetta voru bara facebook-skilaboð sem ég fékk frá Hauki sem samdi lagið – voðalega órómantísk saga. Við þekktumst ekki neitt. Hann sá mig í söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2013 þegar ég söng fyrir MH.“ 

Ásdís með Þorbjörgu Gunnarsdóttur vinkonu sinni.
Hefur þú fengið góð viðbrögð við laginu? „Já, já, það eru allir hæstánægðir. Það var til dæmis rosa gaman að fara niður í bæ á laugardeginum,“ svarar Ásdís kát.

Ég hef ekki hætt að syngja siðan ég var lítil.
Hefur þú lært söng? „Ég var hjá Þorgerði Ingólfsdóttur í menntaskólakórnum, þar lærði ég ekki tæknilega söng en ég lærði ótrúlega mikið um tónlist.“ 

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir úrslitin? „Ég er bara að kjarna mig. Ég er að reyna að taka það rólega. Ég æfi mig eitthvað en ég á svo erfitt með það því ef ég er að syngja eitthvað frá sálinni þá á ég erfitt með að halda mig við endanlegu útgáfuna. Ég á eftir að æfa mig mörgum sinnum og syngja öðruvísi á laugardaginn - því ég syng með sálinni,“ segir hún einlæg. 

Ertu stressuð fyrir laugardeginum? „Já, ég er að stress-borða svolítið mikið. Ég er alltaf svöng. Ég vinn sem barþjónn og ég borðaði til að mynda öll mangóin og alllar ólivurnar í gær en ég er að passa mig að halda mig niðri á jörðinni. Það er svo óheillandi þegar fólk missir alla hógværð.“ 

Að lokum - ertu lofuð? „Já ég er það,“ svarar þessi hæfileikaríka söngkona.

Twittersíðan hennar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.