Innlent

Menn hafa þurft að leita til læknis vegna hitans í Vaðlaheiðagöngum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikill hiti er inn í Vaðlaheiðagöngum.
Mikill hiti er inn í Vaðlaheiðagöngum. visir/auðunnníelsson

Dæmi eru um að menn hafi þurft að leita til læknis vegna hitans Í Vaðlaheiðagöngum. Vinnueftirlitið skoðar málið og verktakinn vinnur að úrbótum. Lofthitinn í göngunum er vel yfir 30 gráðum.

Gríðarlegur hiti fyrirfinnst inn í Vaðlaheiðagöngunum um þessar mundir en 46 gráðu heitt vatn gaus úr vatnsæð í göngunum á sunndaginn.

„Menn finna fyrir ónotum og dæmi eru um að menn hafi þurft að leita til læknis,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar, í samtali við RÚV.

Hátt rakastig er í göngunum og vegna hitastigs vatnsins er mikið um gufu.

Slíkt hitastig hafa starfsmenn ganganna ekki komist í tæri við áður en fram kemur í frétta RÚV að Starfsmenn í Vaðlaheiðargöngum hafi nú kvartað til stéttarfélaga sinna vegna erfiðra vinnuaðstæðna í göngunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.