Hálfleikssýning Super Bowl: „Okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. febrúar 2014 15:06 Red Hot Chili Peppers dilluðu sér við lagið Give It Away við mikinn fögnuð gesta. vísir/getty Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“ Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Flea, bassaleikari hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers, tjáir sig um stóra „mæm“-málið í bréfi sem hann hefur birt á vefsíðu sveitarinnar. Mæm er það kallað þegar tónlistarfólk spilar, og jafnvel syngur, með upptöku og oftar en ekki eru hljóðfærin þá ekki í sambandi. Hljómsveitin kom fram ásamt söngvaranum Bruno Mars í hálfleik á Super Bowl-leiknum í New Jersey á sunnudagskvöld og tóku glöggir áhorfendur eftir því að ekkert hljóðfæranna var tengt í magnara. „Þegar NFL-deildin bað okkur að koma fram var það tekið skýrt fram að raddirnar yrðu „live“ en undirspilið tekið upp fyrirfram,“ skrifar Flea, og bætir því við að hann skilji hvers vegna farið var fram á það. „Ég skil afstöðu NFL þar sem setja þurfti upp sviðið á örfáum mínútum og ótal hlutir sem gátu farið úrskeiðis . Það hefði getað eyðilagt hljóminn, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. NFL vill ekki hætta á það að eyðileggja sýninguna með slæmu hljóði, punktur.“ Flea segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði sveitin aldrei samþykkt það að „mæma“. Þeir hafi þó ákveðið að láta slag standa eftir mikla umhugsun og ráðleggingar frá vinum. Hann segir alla í hljómsveitinni vera mikla unnendur ruðnings og því ákvað sveitin að koma fram. „Þetta var eins og að taka upp tónlistarmyndband með milljónir manna fyrir framan sig, nema með „live“ röddum og aðeins einu tækifæri til að standa sig. Hefðum við getað haft hljóðfærin í sambandi til þess að fólk yrði síður fyrir vonbrigðum? Auðvitað, en okkur fannst réttara að vera ekki að þykjast.“
Tónlist Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira