„Almennt séð hafa farþegar sýnt skilning á málinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 17:27 „WOW air er knúið til að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku þar sem félagið fékk ekki úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma í Keflavík. Þessi niðurstaða hefur ekki eingöngu áhrif á áætlunarflug til Norður-Ameríku heldur einnig fyrirhugaða stækkun félagsins í Evrópu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Fyrr í dag birtist frétt á Vísi þar sem Anna Rósa Pálmarsdóttir sem segist verða fyrir tjóni vegna þess að fyrirtækið hætti við flug til Stokkhólms. Þar sem félagið sér sig knúið til þess að hætta við flug til Boston er ekki grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri. „Fyrir vikið verður WOW air einnig að hætta við flug til Stokkhólms en fimmta flugvélin átti að sinna áætlunarflugi þangað.“ „WOW air hafði fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lægra flugverði frá þessum markaði. Með innkomu WOW air á markaðinn lækkaði flugverð til og frá Stokkhólmi yfir 20% sem er í samræmi við það sem sem sést hefur á öðrum mörkuðum þar sem WOW air hefur veitt virka samkeppni. Við hjá WOW air vonum svo innilega að flugverð muni ekki hækka aftur um 20% eftir að WOW air hættir við að fljúga þangað.“ „Komið verður til móts við þá farþega sem voru búnar að kaupa sér flug að öllu leyti, þeim boðin endurgreiðsla eða annað flug sem þeir geta nýtt sér. Það er algengt að flugfélög þurfi að breyta flugáætlunum sínum og ber þeim ekki skylda til þess að bæta fyrir breytingar á flugáætlun ef svo er gert að lágmarki tveimum vikum fyrir brottför samkvæmt reglugerðum frá Flugmálastjórn Íslands. Sjá reglugerð nr. 1048/2012.“ „Almennt séð hafa farþegar sýnt skilning á málinu og tekið þessum breytingum með jafnaðargeði. Flestir harma að einokun haldi áfram í áætlunarflugi til Stokkhólms,“ segir Svanhvít. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„WOW air er knúið til að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku þar sem félagið fékk ekki úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma í Keflavík. Þessi niðurstaða hefur ekki eingöngu áhrif á áætlunarflug til Norður-Ameríku heldur einnig fyrirhugaða stækkun félagsins í Evrópu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Fyrr í dag birtist frétt á Vísi þar sem Anna Rósa Pálmarsdóttir sem segist verða fyrir tjóni vegna þess að fyrirtækið hætti við flug til Stokkhólms. Þar sem félagið sér sig knúið til þess að hætta við flug til Boston er ekki grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri. „Fyrir vikið verður WOW air einnig að hætta við flug til Stokkhólms en fimmta flugvélin átti að sinna áætlunarflugi þangað.“ „WOW air hafði fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir lægra flugverði frá þessum markaði. Með innkomu WOW air á markaðinn lækkaði flugverð til og frá Stokkhólmi yfir 20% sem er í samræmi við það sem sem sést hefur á öðrum mörkuðum þar sem WOW air hefur veitt virka samkeppni. Við hjá WOW air vonum svo innilega að flugverð muni ekki hækka aftur um 20% eftir að WOW air hættir við að fljúga þangað.“ „Komið verður til móts við þá farþega sem voru búnar að kaupa sér flug að öllu leyti, þeim boðin endurgreiðsla eða annað flug sem þeir geta nýtt sér. Það er algengt að flugfélög þurfi að breyta flugáætlunum sínum og ber þeim ekki skylda til þess að bæta fyrir breytingar á flugáætlun ef svo er gert að lágmarki tveimum vikum fyrir brottför samkvæmt reglugerðum frá Flugmálastjórn Íslands. Sjá reglugerð nr. 1048/2012.“ „Almennt séð hafa farþegar sýnt skilning á málinu og tekið þessum breytingum með jafnaðargeði. Flestir harma að einokun haldi áfram í áætlunarflugi til Stokkhólms,“ segir Svanhvít.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira