Enski boltinn

Misstirðu af markaveislunni á Anfield?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hér á Vísi má sjá öll mörkin sem voru skoruð í ensku úrvalsdeildinni í gær en af nógu var að taka.

Liverpool hóf veisluna í gær með því að vinna 5-1 sigur á toppliði Arsenal en heimamenn á Anfield voru komnir í 4-0 forystu eftir aðeins 20 mínútur.

Manchester City gerði markalaust jafntefli við Norwich sem þýddi að Chelsea kom sér á toppinn með 3-0 sigri á Newcastle þar sem Eden Hazard fór á kostum og skoraði öll mörk þeirra bláklæddu.

Swansea, West Ham, Hull og Crystal Palace unnu svo sigra í sínum leikjum auk þess sem Southampton og Stoke gerðu jafntefli.

Leikirnir allir eru gerðir upp í einu myndbandi sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

City fékk bara eitt stig í Norwich

Manchester City mistókst að endurheimta efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið gerði í dag markalaust jafntefli gegn Norwich á útivelli.

Liverpool fór illa með toppliðið

Liverpool gerði út af við Arsenal með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum í leik liðanna í dag en honum lauk með 5-1 sigri heimamanna á Anfield.

Hazard með þrennu og Chelsea á toppinn

Eden Hazard skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigri Chelsea á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Með sigrinum komst Chelsea á topp deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×