Enski boltinn

Crystal Palace fjarlægist fallsvæðið | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Crystal Palace, Hull og West Ham unnu mikilvæga sigra í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis.

Crystal Palace hafði betur gegn West Brom, 3-1, á heimavelli þar sem að þeir Tom Ince og Joe Ledley skoruðu báðir í frumraun sinni með fyrrnefnda liðinu. Þar að auki skoraði Marouane Chamakh fyrir Palace úr vítaspyrnu.

Thievy Bifouma spilaði einnig sinn fyrsta leik fyrir West Brom í dag en hann kom inn á í hálfleik og var aðeins 36 sekúndur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Palace er nú í þrettánda sæti deildarinnar með 26 stig og er sem stendur þremur stigum frá fallsæti. Þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum deildarleikjum þess.

Kevin Nolan skoraði tvö í dag.Vísir/Getty


West Ham
er svo í fjórtánda sæti með 25 stig en liðið hafði betur gegn Aston Villa á útivelli, 2-0. Kevin Nolan skoraði bæði mörk Lundúnarliðsins sem var í fallsæti fyrir leiki dagsins.

Hull er svo í tíunda sætinu með 27 stig eftir sigur á Sunderland á útivelli, 2-0. Shane Long og Nikica Jelavic skoruðu mörk Hull en Sunderland missti Wes Brown af velli með rautt spjald strax á fjórðu mínútu fyrir brot á Long.

Sunderland er í sautjánda sætinu með 24 stig og með einu stigi meira en West Brom sem er í fallsæti ásamt Cardiff og Fulham.

Brown fær hér að líta rauða spjaldið.Vísir/Getty


Southampton
og Stoke gerðu 2-2 jafntefli en liðin eru bæði um miðja deild. Heimamenn komust tvívegis yfir með mörkum Rickie Lambert og Steven Davis en þeir Peter Odemwingie og Peter Crouch jöfnuðu metin fyrir Stoke.

Chelsea skellti sér á topp deildarinnar með sigri á Newcastle, 3-0, eins og fjallað er um hér á neðan. Þá gerðu Norwich og Manchester City markalaust jafntefli.


Tengdar fréttir

City fékk bara eitt stig í Norwich

Manchester City mistókst að endurheimta efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið gerði í dag markalaust jafntefli gegn Norwich á útivelli.

Liverpool fór illa með toppliðið

Liverpool gerði út af við Arsenal með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum í leik liðanna í dag en honum lauk með 5-1 sigri heimamanna á Anfield.

Hazard með þrennu og Chelsea á toppinn

Eden Hazard skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigri Chelsea á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Með sigrinum komst Chelsea á topp deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×