Enski boltinn

Liverpool fór illa með toppliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Liverpool gerði út af við Arsenal með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum í leik liðanna í dag en honum lauk með 5-1 sigri heimamanna á Anfield.

Varnarmaðurinn Martin Skrtel skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á fyrstu tíu mínútunum, bæði eftir sendingu frá fyrirliðanum Steven Gerrard.

Raheem Sterling bætti við þriðja markinu og Daniel Sturridge því fjórða áður en leikklukkan sýndi 20 mínútur. Gestirnir frá Lundúnum voru gáttaðir en þess má geta að Liverpool hafði þá fengið færi til að skora enn fleiri mörk.

Sterling bætti við sínu öðru marki snemma í síðari hálfleik og kom Liverpool í 5-0. Mikel Arteta náði að klóra í bakkann fyrir Arsenal úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir brot Gerrard á Alex Oxlade-Chamberlain.

Varnarleikur Arsenal var skelfilegur í dag eins og má ráða af úrslitum leiksins. Heimamenn léku hana ítrekað grátt, sérstaklega á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Topplið Arsenal, sem er með 55 stig, getur misst bæði Manchester City og Chelsea upp fyrir sig í dag en bæði eru með 53 stig. Liverpool kemur svo næst með 50 stig eftir sigurinn í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×