Enski boltinn

City fékk bara eitt stig í Norwich

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manchester City mistókst að endurheimta efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið gerði í dag markalaust jafntefli gegn Norwich á útivelli.

City, sem tapaði fyrir Chelsea á mánudagskvöldið, náði aðeins að skapa sér eitt almennilegt færi í leiknum. Það kom þegar Alvaro Negredo skallaði í slá. Jesus Navas komst þó í ágætt skotfæri en hitti ekki á markið.

Heimamenn voru nálægt því að tryggja sér sigurinn í lokin en allt kom fyrir ekki. City fer heim með eitt stig í farteskinu og er nú í þriðja sæti deildarinnar - tveimur stigum á eftir Chelsea og einu á eftir Arsenal.


Tengdar fréttir

Liverpool fór illa með toppliðið

Liverpool gerði út af við Arsenal með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum í leik liðanna í dag en honum lauk með 5-1 sigri heimamanna á Anfield.

Hazard með þrennu og Chelsea á toppinn

Eden Hazard skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigri Chelsea á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Með sigrinum komst Chelsea á topp deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×