Erlent

Ásakanir um skipulagðar pyntingar og morð í Sýrlandi

Bashar al Assad Sýrlandsforseti sagður eiga beinan hlut að grimmdarverkum.
Bashar al Assad Sýrlandsforseti sagður eiga beinan hlut að grimmdarverkum. Mynd/EPA
Fullyrt er í nýrri skýrslu að sterk sönnunargögn séu fyrir því að stjórnvöld í Sýrlandi hafi stundað skipulagðar pyntingar á andstæðingum sínum og tekið ellefu þúsund manns af lífi frá því uppreisnin í landinu hófst fyrir tveimur árum.

Skýrslan er unnin af þremur fyrrverandi saksóknurum við stríðsglæpadómstólinn sem segjast hafa rannsakað þúsundir mynda af látnum föngum sem nýlega hafi verið smyglað út úr landinu.

Skýrslan kemur út degi áður en fyrirhugaðar friðarviðræður eiga að hefjast í Sviss. Skýrslan var unnin fyrir stjórnvöld í Katar, sem styðja uppreisnarmenninna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×