Enski boltinn

Mel óviss um framtíðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Pepe Mel, stjóri West Brom, er ekki viss um að hann muni halda starfi sínu eftir 3-0 tap gegn Manchester United fyrr í dag.

West Brom hefur ekki unnið deildarleik síðan að Mel tók við af Steve Clarke og er liðið í mikilli fallhættu.

„Ég veit ekki hvað gerist. Það er ekki undir mér komið. Ég er þó mjög ánægður með frammistöðu leikmannanna í dag,“ sagði Mel eftir leikinn.

„Næstu fjórir leikir eru afar mikilvægir. Við byrjum gegn Swansea og við þurfum að safna kröftum fyrir þann leik.“

Hann segir að Hollendingurinn Robin van Persie hefði átt að fá rautt spjald fyrir að tækla Steven Reid. „Hann hefði átt að fá sína aðra áminningu. Það hefði gerbreytt leiknum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×