Facebook hugsanlegur áhrifavaldur á jólabókaútgáfuna Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2014 12:12 Egill Örn segir að hugsanlega sé markaði þeim sem byggir á forvitni um hagi annarra svalað eftir öðrum leiðum og því fækkar viðtalsbókunum. Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“ Jólafréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“
Jólafréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira