Enski boltinn

Sir Alex í óvenju óþægilegu viðtali

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, mætti í viðtal hjá Jon Snow á Channel 4 í tilefni af nýútkominni ævisögu sinni.

Ferguson var meðal annars spurður út í árin sjö sem hann neitaði að ræða við BBC vegna umfjöllunar fréttamiðilsins um störf sonar síns sem umboðsmanns. Þá var Ferguson spurður út í misjafnar útgáfur af samskiptum sínum við fyrrverandi stjórnarformann Manchester United, Martin Edwards.

Þá var samskiptum Ferguson við Glazer fjölskylduna gefinn gaumur. Óhætt er að segja að sjaldan hafi reynt jafnmikið á Ferguson í viðtali líkt og þessu. Ferguson skýrir frá því að hann hafi unnið lengi að bókinni og reikni ekki með því að skrifa fleiri ævisögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×